is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35666

Titill: 
 • Fjölskylduhjúkrun á gjörgæsludeildum Landspítala: Úttekt á skráningu hjúkrunar
 • Titill er á ensku Family nursing in the intensive care units of Landspitali: Review of nursing documentation
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fjölskylduhjúkrun samkvæmt Calgary- fjölskyldumats- og meðferðarlíkaninu var innleidd á öllum deildum Landspítala árið 2007. Fyrirkomulag og framkvæmd innleiðingar fjölskylduhjúkrunar á gjörgæsludeildunum var þróuð og aðlöguð af hópi hjúkrunarfræðinga af báðum deildum árið 2009 með það að markmiði að bæta þjónustu við fjölskyldu sjúklings og auka sálfélagslegan stuðning við hana ásamt því að bæta skráningu fjölskylduhjúkrunar. Megintilgangur þessa verkefnis var að leggja mat á skráningu fjölskylduhjúkrunar á gjörgæsludeildum Landspítala. Með því að skoða skráningu fjölskylduhjúkrunar var leitast við að leggja mat á stöðu fjölskylduhjúkrunar á deildunum og í kjölfarið, ef þörf væri á, að leggja fram tillögur að úrbótum. Framkvæmd var framsýn meginleg rannsókn þar sem gögnum var safnað úr Sögu sjúkraskráningarkerfi frá lokum nóvember 2019 og þar til í byrjun janúar 2020. Skoðuð var skráning á þriðja degi eða seinna í legu sjúklings á gjörgæsludeild. Fjöldi sjúklinga í úrtaki var 46. Gögnum var safnað í rauntíma. Úrvinnsla tölfræðilegra gagna fór fram í Excel. Niðurstöður sýna að ákveðnir þættir skráningar komu vel út en úrbóta er þörf á ýmsum þáttum. Þeir þættir sem helst þarf að bæta eru skráning fjölskyldutrés, sálrænn stuðningur við fjölskyldur og að haldinn sé fjölskyldufundur.
  Efla þarf skráningu og þjálfun hjúkrunarfræðinga í fjölskylduhjúkrun á gjörgæsludeildum Landspítalans. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarstjórnendur séu meðvitaðir um þá þætti sem þarf að bæta og úrbætur skipulagðar.
  Lykilorð: Aðstandendur, gjörgæsludeild, fjölskylduhjúkrun, Calgary hugmyndafræði, gjörgæsluumhverfi, þarfir, skráning hjúkrunar

 • Útdráttur er á ensku

  In the year 2007 the Calgary family assessment model was implemented at Landspitali University Hospital. Later, in the year 2009 the Calgary family assessment model was implemented and intergrated into the daily care of ICU patients at Landspitali University Hospital. The goal of the project was to improve nursing care of families such as communication with families, psychological support as well as to improve nursing documentation of family nursing. The purpose of this descriptive, crossectional study was to evaluate documentation of family nursing at the ICUs at Landspitali according to the Calgary family assessment model. The goal was to provide information that can be used to improve the quality of nursing care of families in the intensive care units at Landspitali. The patient sample consisted of 46 patients with lengt of stay in ICU three days or longer. Data was collected from the hospital electronic database (Saga) from 22nd of November 2019 until the 10th of Janúar, 2020. Data processing was performed in Excel. The results of this quality project were that family nursing in the ICUs of Landspitali needs reenforcement and improvement according to the Calgary family assessment model. Areas for improvement are family genograms, documentation, emotional and psychological support and implementation of formal and regular family meetings with nurses and doctors in charge. It is of importance that nurses and nursing administrators are familiar with the resaults of this quality project and strategies for improvement will be implemented.
  Keywords: family centered care, Intensive Care Unit/Critical Care Unit, family nursing, Calgary model, ICU environment, needs, nursing documentation.

Samþykkt: 
 • 25.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35666


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemmaréttpdf.pdf115.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF
fjölsk.hj.GG.PDF.5.6.2020.pdf487.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna