is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3567

Titill: 
  • Orsakir og afleiðingar lélegrar líkamsmyndar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjallar um átraskanir og líkamsmynd. Átraskanir eru alvarlegir sjúkdómar sem geta haft alvarlegar afleiðingar á heilsu þess er þjáist af sjúkdómnum. Þetta eru ekki hegðunarmynstur heldur geðrænir sjúkdómar sem einkennast af mikilli röskun á matarvenjum og brenglun á því sem getur talist eðlileg líkamsmynd. Orsakir sjúkdómanna eru ekki þekktar að fullu en það sem er einna helst talið valda átröskunum og öðrum röskunum á matarvenjum einstaklinga er léleg líkamsmynd. Einstaklingar fá gjarnan lélega líkamsmynd fyrir áhrif staðalímynda er birtast í fjölmiðlum og félagslegra skilaboða þeirra sem aðhyllast slíkar staðalímyndir. Einstaklingar eiga það til að vilja líkjast staðalímyndum vegna þrýstings frá samfélaginu og gera það því að markmiði sínu að líkjast þeim. Við það myndast verulegt misræmi milli raunverulegs útlits og þess útlits sem einstaklingurinn óskar sér, sem getur valdið lélegri líkamsmynd. Léleg líkamsmynd getur svo haft þau áhrif að einstaklingur tileinkar sér hegðun sem leiðir til þyngdartaps og granns líkama sem getur þróast yfir í mikla brenglun á matarvenjum og jafnvel leitt til átraskana.

Samþykkt: 
  • 21.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokahandrit_fixed[1].pdf629.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna