Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35670
Bakgrunnur: Hjúkrunarfræðingar upplifa streitu í starfi og er samband á milli streitu hjúkrunarfræðinga og festu þeirra í starfi. Í ljósi skorts á hjúkrunarfræðingum er mikilvægt að halda þeim sem eru menntaðir í faginu í starfi og eru nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar sérstaklega áhugaverður hópur í þessu samhengi.
Tilgangur og markmið: Að varpa ljósi á hversu mikla streitu nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar upplifa og hvert samband hennar sé við skipulagðan stuðning frá stofnun annars vegar og festu í starfi hins vegar.
Aðferð: Aðferðin er kerfisbundin fræðileg samantekt. Leitað var í gagnasöfnunum PubMed og Scopus að rannsóknargreinum um streitu nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og tengsl hennar við skipulagðan stuðning frá stofnun og festu í starfi. Skilyrði voru sett um að greinarnar væru yngri en frá 2000, aðferðir væru megindlegar, notað væri mælitæki við mat á streitu og að greinarnar væru aðgengilegar á ensku. Yfirlit yfir gagnaöflunina var sett fram í flæðiriti og helstu upplýsingar og niðurstöður rannsóknanna voru settar upp í töflu.
Niðurstöður: Tíu greinar fundust sem uppfylltu inntökuskilyrðin. Helmingur þeirra var frá Taívan, fjórar frá Bandaríkjunum og ein frá Kína. Í fimm greinanna var sett fram túlkun á hversu mikil streitan var og var niðurstaða flestra að hún væri í meðallagi. Fimm rannsóknanna skoðuðu samband streitu og skipulagðs stuðnings frá stofnun. Niðurstöðurnar benda til að samband sé á milli stuðningsins og minni streitu. Vísbendingar eru þó um að áhrif stuðnings sem varir í skemmri tíma séu tímabundin. Niðurstöður fjögurra af fimm rannsóknum sem skoðuðu samband milli streitu og festu í starfi voru að veikt samband var á milli þess að upplifa streitu og að áforma að hætta í starfi.
Ályktanir: Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar upplifa meðalmikla streitu í starfi sínu. Vísbendingar eru um að skipulagður stuðningur frá stofnun geti dregið úr streitu og að samband sé á milli streitu nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og festu í starfi.
Lykilorð: Streita, nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, skipulagður stuðningur, áform um að hætta, starfsmannavelta, festa í starfi
Background: Registered nurses experience stress and there is a connection between nurses‘ stress and job retention. Due to nurse shortage it is important to retain those who are educated in the profession in the job and new graduate nurses are especially an interesting group in this context.
Aim: To clarify how much stress new graduate nurses experience and if it is connected to institutional support and job retention, respectively.
Methods: A systematic review was conducted. The databases PubMed and Scopus were searched for research articles about new graduate nurses‘ stress and its connection to organized support from an institution, and job retention. As criteria the researches had to be from the year 2000 or later, the method to be quantitative, an instrument used to measure stress, and the articles available in English. A flowchart was made as an overview for the data collection and a chart was made for the main information about the researches‘ information.
Results: Ten articles that fulfilled the review‘s requirements were found. Half of them were from Taiwan, four from the United States, and one from China. In five of the articles, the quantity of the stress was interpreted, and the results in most of them were that new graduate nurses experienced medium level of stress. Five researches studied the connection between stress and organized support. The results indicate that a connection is between organized support and less stress, although the effects of support that lasts for af brief period might be temporary. Four of five researches that studied stress in relation to job retention, showed weak positive relationship between stress and intention to leave job or workplace.
Conclusions: New graduate nurses experience medium level of stress at work. The findings of this review might suggest that organized support from an institution could decrease stress and that there is a connection between new graduate nurses‘ stress and their intention to leave.
Keywords: stress, new graduate nurses, transition program, residency program, institutional support, intention to leave, intention to quit, turnover, job retention
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Streita nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga.pdf | 519,91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 212,61 kB | Lokaður | Yfirlýsing |