is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35671

Titill: 
  • Tónlistarmeðferð eftir heilaslag: Fræðileg samantekt um áhrif tónlistar á sálfélagslega líðan
  • Titill er á ensku Music therapy after stroke: Systematic review on the effects of music therapy on pshychosocial well-being
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á ávinning og gagnsemi tónlistarmeðferðar. Þrátt fyrir þá vitneskju er þetta meðferðarform vannýtt í hjúkrun og hefur lítilli athygli verið beint að því hvernig hjúkrunarfræðingar geti nýtt tónlistarmeðferð sem hluta af endurhæfingu einstaklinga eftir heilaslag. Oftast hefur verið fjallað um notkun og árangur tónlistarmeðferðar til að bæta hreyfigetu, mun minna hefur verið fjallað um notkun tónlistarmeðferðar til að efla sálfélagslega líðan.
    Markmið: Marmiðin voru tvíþætt: (1) Að öðlast þekkingu á því hvaða áhrif tónlistarmeðferð hefur á líðan einstaklinga sem hafa fengið heilaslag og (2) Bera kennsl á hvers konar tónlistarmeðferð hjúkrunarfræðingar geta nýtt sér til að bæta sálfélagslega líðan sjúklinga eftir heilaslag.
    Aðferð: Framkvæmd var fræðileg samantekt á eigindlegum og megindlegum rannsóknum. Leitað var í gagnagrunninum PubMed að viðeigandi rannsóknargreinum birtar á árunum 2010-2020. PRISMA flæðiritið var notað til að lýsa heimildaleitinni. Niðurstöður voru síðan settar fram í töflu og samþættar með orðum.
    Niðurstöður: Samtals ellefu rannsóknir stóðust inntökuskilyrði og voru teknar með í fræðilegu samantektina; átta megindlegar greinar og þrjár eigindlegar. Samtals voru 449 einstaklingar í öllum rannsóknunum. Að meðaltali var tónlistarmeðferð veitt í 19 klukkustundir og 39 mínútur (frá 1 klukkustund - 60 klukkustundir). Hægt er að nota mismundandi tegundir tónlistarmeðferða. Í bráðafasanum var aðallega notuð hlustun á þægilega tónlist sem ekki gerði kröfur um þátttöku. Seinna í ferlinu voru notaðar aðferðir sem reyndu meira á þátttöku. Aðferðir sem voru notaðar: Tónlistarhlustun, hópsöngur og samsett meðferð þar sem tónlist var notuð með annarri meðferð. Marktækur árangur sást í megindlegum gögnum þar sem tónlistarmeðferð bætti andlega líðan svo sem kvíða og þunglyndi, athygli og minni. Í takt við það fengust svipaðar niðurstöður í eigindlegu gögnunum.
    Ályktun: Niðurstöður varpa ljósi á klíníska gagnsemi tónlistarmeðferðar. Hjúkrunarfræðingar geta auðveldlega notað þetta meðferðarform í klínísku starfi og nauðsynlegt er að útbúa leiðbeiningar um hvernig hægt er að veita tónlistarmeðferð hjá sjúklingum með mismunandi fatlanir eftir heilaslag. Nauðsynlegt er að finna matstæki til að meta árangur tónlistarmeðferðar.
    Lykilorð: Heilaslag, tónlistarmeðferð, sálfélagsleg líðan, lífsgæði, málstol.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Several research studies have demonstrated benefits of music therapy. Yet nurses still underuse music therapy in rehabilitation post-stroke and too little attention has been given into implementation of music therapy into daily nursing practice. Predominant focus has been put into using music therapy as an add-on therapy to train mobility. Less is known about the application of music therapy to improve psychosocial well-being of stroke patients.
    Aim: We had twofold aims: (1) to gain knowledge of what effect musical therapy has on stroke patients and (2) to identify what kind of musical therapy nurses can use to improve the psychosocial well-being of stroke patients.
    Method: A review of qualitative and quantitative primary research studies. PubMed was searched for relevant research studies published from 2010-2020. The PRISMA flow chart was used to describe the literature search. The results of each included study were put into a matrix and then integrated narratively.
    Results: A total of 11 research studies fulfilled the inclusion criteria and were used in this review; 8 quantitative and 3 qualitative studies. The studies had a total of 449 participants. On average, musical therapy was provided for 19 hours and 39 minutes (range 1 hour- 60 hours). Different forms of music therapy were used. In the acute phase participants mainly listened to comfortable music which did not require any active effort from patients. Later, strategies for music therapy relied more on active participation. Diverse therapy methods were used: Music listening, group singing and combination therapy, where music was used in conjunction with other therapies. Music therapy showed significant positive effects in the quantitative studies. It reduced anxiety and depression, improved general well-being, attention and memory. Similar results were reflected in the qualitative studies.
    Conclusion: Results highlight the clinical utility of music therapy. Nurses can easily implement music therapy into their daily clinical practice but guidelines on how to provide music therapy in stroke patients with different disabilities are warranted. In the future a reliable assessment tool is needed to measure the effectiveness of musical therapy in stroke patients.
    Keywords: Stroke, music therapy, psychosocial well-being, quality of life, aphasia.

Samþykkt: 
  • 26.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35671


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tónlistarmeðferð eftir heilaslag - BS-.pdf742.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_um_medferd_lokaverkefna_undirritud_af_leidbeinanda_og_nemanda_002 (1).pdf108.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF