is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35674

Titill: 
 • Þrýstingssár er allra fár: Stigun og skráning þrýstingssára á gjörgæsludeildum á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Þrýstingssár eru staðbundin vefjaskemmd í húð og/eða undirliggjandi vefjum sem myndast vegna þrýstings á húðina. Þrýstingssár valda sársauka og geta haft áhrif á líkamlega, sálræna og félagslega heilsu sjúklinga. Stigun og skráning þrýstingssára er mikilvæg fyrir meðferð þrýstingssára ásamt mati á hvort þau hafi verið fyrirbyggjanleg.
  Markmið: Að kanna stigun og skráningu þrýstingssára hjá sjúklingum á gjörgæsludeildum á Íslandi.
  Aðferð: Rannsóknarsniðið var megindlegt, lýsandi endurteknar tíðnimælingar. Í úrtakinu voru sjúklingar 18 ára eða eldri sem dvöldu á gjörgæsludeildum á Íslandi 20. nóvember 2018, 15. maí og 20. nóvember 2019 (N=46). Gögnum var safnað úr gjörgæsluskráningarkerfinu CIS, Sögukerfinu og Atvikaskráningu.
  Niðurstöður: Af 46 sjúklingum voru 22 (47,8%) með eitt eða fleiri þrýstingssár en alls fundust 45 þrýstingssár. Það voru 73,3% (n=33) þrýstingssáranna stiguð á fyrsta stigi, 22,2% (n=10) á öðru stigi og 4,4% (n=2) þrýstingssáranna voru óstiganleg. Þrýstingssár skráð í CIS, Sögukerfið eða Atvikaskráningu voru 31,1% (n=14). Hjúkrunargreining var gerð um 8,9% (n=4) sáranna og um 31,1% (n=14) sáranna var skráð framvinda hjúkrunar í Sögukerfið. Skráning um þrýstingssárin í CIS var 8,9% (n=4) og ekkert þrýstingssár var skráð í Atvikaskráningu.
  Ályktun: Tíðni þrýstingssára á gjörgæsludeildum á Íslandi há og skráning ábótavant. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar leggi sig fram við að stiga og skrá um þrýstingssár. Markvissar forvarnir og samræmt verklag geta mögulega dregið úr tíðni og alvarleika þrýstingssára. Að fyrirbyggja eða draga úr alvarleika þrýstingssára er flókið verkefni sem krefst þess að heilbrigðisstarfsfólk vinni að saman.
  Lykilorð: Þrýstingssár, gjörgæsludeildir, hjúkrun, stigun, skráning.

Samþykkt: 
 • 26.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35674


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín María Ingimundardóttir.pdf480.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
L-O-K-A-V-E-R-K-E-F-N-I.pdf489.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF