is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35677

Titill: 
 • Fíkni-og geðsjúkdómar meðal aldraðra einstaklinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Geðraskanir eru algengar á Íslandi líkt og í öðrum vestrænum löndum. Í ljós hefur komið að allt að 20% einstaklinga hér á landi eiga við einhverskonar geðraskanir að stríða á ári hverju. Algengustu geðraskanirnar eru vímuefnaraskanir, kvíðaraskanir og lyndisraskanir. Mikilvægt er að veita viðeigandi meðferð fyrir einstaklinga sem glíma við geðraskanir eins fljótt og auðið er til þess að efla lífsgæði sjúklings og koma í veg fyrir frekari vandamál eins og Wernicke – Korsakoff heilkennið.
  Tilgangur: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða hvaða áhrif áfengi og vímuefni hafa á heilastarfsemi hjá einstaklingum 65 ára og eldri með sérstakri áherslu á Wernicke – Korsakoff heilkennið. Einnig var tilgangurinn að skoða hlutverk hjúkrunarfræðinga í umönnun þessara einstaklinga og hvaða bjargráða er hægt að grípa til.
  Aðferð: Unnin var fræðileg samantekt með tilteknum inntöku- og útilokunarskilyrðum
  Niðurstöður: Samantektin bendir til að eldri einstaklingar sem glíma við áfengis- og fíknisjúkdóm glíma við margvísleg félagsleg vandamál sem eru til komin vegna sjúkdómsins. Auk þess getur sjúkdómurinn þróast yfir í alvarleg líkamleg veikindi eins og Wernicke – Korsakoff heilkennið, en þekking um áhrifaríkar og heildrænar hjúkrunarmeðferðir er enn sem komið er af skornum skammti fyrir þennan hóp. Hjúkrunarfræðingar gegna hins vegar lykilhlutverki í að styðja við þennan sjúklingahóp í meðferð þeirra. Hópurinn er jaðarsettur í samfélaginu og því mikilvægt að hjúkrunarfræðingar þekki hlutverk sitt í umönnun og meðhöndlun þessara einstaklinga.
  Ályktun: Vonir standa til að hjúkrunarfræðingar muni í náinni framtíð búa yfir meiri þekkingu hvað varðar meðferð hjá þessum sjúklingahópi til þess að takast á við afleiðingar þessara sjúkdóma. Til þess þarf frekari rannsóknir á vandanum.
  Lykilorð: Wernicke - Korsakoff sjúkdómur, einstaklingar 65 ára og eldri, geðraskanir, alkahólisti, misnotkun áfengis á heilann, tíamín skortur.
  Background: Mental disorders are common here in Iceland, as in other countries of the western world. Statisctics show that up to 20% of people in Iceland are battling with some type of mental disorder each year. The most common mental disorders are for example : substance use disorders, anxiety disorders and mood disorders. It is important that appropriate treatment is provided for people who suffer from mental disorders as soon as possible in order to prevent further complications and with the aim to improve the patients‘ quality of life and to prevent further problems like Wernicke- Korsakoff syndrome.
  Purpose: The purpose of this literature study was to observe the effect of alcohol and drugs on the brains of individuals 65 and older with special focus on Wernicke-Korsakoff syndrome. The purpose was also to look at the role of nurses in caring for these individuals and which interventions can be made.
  Method: A literature review of research on alcohol and substance abuse among the eldery was performed.
  Results: This summary suggests that alcohol and substance abuse among the edery is combined with a variety of social problems that arise from the disease. In addition, the disease can develop into serious physical illness such as Wernicke- Korsakoff syndrome but knowledge of effective and holistic nursing treatments is still scarce for this group. The litterature study indicates that nurses play a key role in supporting this group of patients during their treatment. The group is marginalized in the community and it is therefore important for nurses to know their role in the care and treatment of these individuals.
  Conclusion: We hope that in the near future, nurses will possess more knowledge regarding treatment and care for this group of patients in order to be able to deal with the consequences. This group is a big part of the community and therefore it is important that nurses recognize their role in caring for these individuals.
  Keywords: Wernicke-Korsakoff disease, individuals 65 years and older, mental disorders, alcoholic, alcohol abuse abuse of the brain, thiamine deficiency.

Samþykkt: 
 • 26.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fíkni-og-geðsjúkdómar .pdf437.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Rakel-Svala-og-Unnur.pdf813.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF