is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35678

Titill: 
 • Áhrif CBD og THC á einkenni krabbameins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fylgikvillar krabbameins og í kjölfar krabbameinsmeðferðar valda sjúklingum oft mikilli skerðingu lífsgæða. Verkir, ógleði og uppköst eru meðal algengustu og hvimleiðustu einkenna krabbameinssjúklinga en þrátt fyrir vaxandi þekkingu á verkjameðferð er notkun ópíóíða enn mjög algeng. Víða er þekkt að nota CBD og THC við þessum fylgikvillum en stór ágreiningur ríkir um áhrif þeirra.
  Tilgangur þessara fræðilegu samantektar er að skoða hver áhrif CBD og THC eru á fylgikvilla krabbameins og krabbameinsmeðferðar eins og verki, ógleði og uppköst og að samþætta nýlegar rannsóknir um efnið.
  Framkvæmd var kerfisbundin leit í gagnagrunnunum PubMed og Scopus þar sem leitað var að rannsóknum á ensku frá árunum 2010-2020 og notast við PRISMA flæðirit.
  Samtals stóðust níu rannsóknargreinar inntökuskilyrðin. Rannsóknirnar gáfu til kynna að CBD og THC virðast geta haft einhver áhrif á þessa fylgikvilla krabbameins og krabbameinsmeðferðar. Niðurstöður voru flokkaðar eftir áhrifum CBD og THC á verki, á ýmis einkenni krabbameinssjúklinga, á ógleði og uppköst krabbameinssjúklinga og áhrif á næringarástand og lífsgæði.
  Fáar rannsóknir hafa verið gerðar sem snúa að viðfangsefninu en meirihluti þeirra rannsókna sem teknar voru fyrir í þessari fræðilegu samantekt snúa að verkjum. Út frá þeim rannsóknum er erfitt að sýna fram á virkni þessara efna en skammastærðir geta þar haft áhrif. Út frá þessari fræðilegu samantekt er ekki hægt að fullyrða að efnin hafi einhver áhrif en nauðsynlegt er að framkvæma fleiri og stærri rannsóknir áður en hægt er að ráðleggja sjúklingum að notast við CBD og THC sem meðferðarúrræði.

 • Útdráttur er á ensku

  Cancer symptoms and complications following cancer treatment often cause severe deterioration in the quality of patients’ life. Pain, nausea and vomiting are among the most common and disabling symptoms of cancer patients, and despite growing knowledge of pain management the use of opioids is still very common. CBD and THC are widely used for medical purposes by patients looking to relieve these symptoms but a major dispute exists regarding their effects.
  The purpose of this systematic review is to estimate the effects of CBD and THC on the symptoms of cancer and cancer treatment such as pain, nausea and vomiting and to integrate recent research on the substances.
  A systematic search was conducted in the databases PubMed and Scopus to search for existing studies in English from 2010-2020 and using PRISMA flow charts.
  A total of nine studies met the inclusion criteria. The studies indicated that THC and CBD appear to have some effect on cancer related symptoms. Results were sorted by the effects of CBD and THC on pain, effects on various symptoms of cancer patients, effects on nausea and vomiting of cancer patients and effects on nutritional status and quality of life.
  Few studies have been conducted on the subject although the majority of the studies included in this systematic review are related to pain. Based on these studies it is difficult to demonstrate the efficacy of these substances, but dose levels can affect them. From this systematic review it can’t be stated that the substances have any affect, but more and larger studies are needed before patients can be advised the use of CBD and THC as therapeutic options.

Samþykkt: 
 • 26.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35678


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif CBD og THC á einkenni krabbameins.pdf469.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf432.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF