Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35680
Bakgrunnur: Heilaslag er ein algengasta dánarorsök fullorðinna í heiminum og ein af helstu orsökum fötlunar. Snemmíhlutun við heilaslagi eykur batalíkur en krefst þess að sjúklingar komi á sjúkrahús mjög fljótt svo að meðferð geti hafist innan 4,5 klst. frá upphafi einkenna. Því miður er ennþá stór hópur sjúklinga sem kemur of seint á sjúkrahús til að hægt sé að veita snemmíhlutun. Með aukinni fræðslu í samfélaginu um einkenni heilaslags væri hægt að fjölga þeim sem komast á sjúkrahús innan rétts tímaramma til að veita meðferð. Börn eru mikilvægur hlekkur í því að efla vitundarvakningu í samfélaginu og mikilvægt er að fá innsýn inn í aðferðir sem hafa verið notaðar til að kenna börnum um einkenni heilaslags og hvort og hvernig slík fræðsla beri árangur.
Tilgangur: Að skoða hvernig íhlutunum sem ætlað er að kenna börnum að bera kennsl á heilaslag og bregðast við því hefur verið lýst í rannsóknum og hvort þær hafi borið árangur. Lögð verður áhersla á að skoða og ræða um þær matsaðferðir sem notaðar hafa verið til að meta árangur fræðslu fyrir börn í rannsóknum, félagslegur ávinningur og menningar- og aldurshæft námsefni.
Aðferð: Fræðileg samantekt þar sem leit fór fram í einum rafrænum gagnabanka á kerfisbundinn hátt. Notast var við gagnagrunninn PubMed. Leitað var eftir eigindlegum og megindlegum frumrannsóknum sem fjalla um fræðslu barna á aldrinum 6-15 ára um einkenni og viðbrögð við heilaslagi. Þær greinar sem uppfylltu fyrirframákveðin inntökuskilyrði voru lesnar í heild sinni og í framhaldi var tekin ákvörðun um notagildi þeirra fyrir verkefnið. Upplýsingar og niðurstöður hverrar og einnar rannsóknar voru settar upp í sérsniðna töflu til að auðvelda samþættingu. Niðurstöðum var síðan lýst með orðum.
Niðurstöður: Samtals voru 11 megindlegar greinar teknar með í yfirlitið. Greinarnar komu frá Bandaríkjunum (27%), Japan (64%) og Portúgal (9%). Flestir nemendur sem tóku þátt voru frá Japan (47%), Bandarikjunum (43%) og Portúgal (10%). Aldursbil barnanna var frá 9-13 ára. Mismunandi tegundir fræðslu voru notaðar; teiknimyndir, teiknimyndasögur, bein fræðsla, tölvuleikur, brúðuleikur, hermiþjálfun og leikrit. Börn fengu upprifjunarefni með sér heim eins og segul til að setja á ísskáp og lesefni. Foreldrar fengu kynningar frá börnum sínum í 8 rannsóknum. Fræðsla virðist bera marktækan árangur á þekkingu þátttakenda í allt að þrjá mánuði eftir fræðslu. FAST (e. Face, Arm, Speech, Time) minnisreglan gaf góða raun sem leið til þess að muna einkenni heilaslags. Spurningalistar til að meta árangur fræðslunnar voru hannaðir af rannsakendum í hverju tilviki fyrir sig. Ekkert staðlað matstæki fannst. Í einu tilviki voru skoðuð sjúkrahúsgögn til að meta breytingu á komum heilaslagssjúklinga á sjúkrahús.
Ályktun: Niðurstöður benda til að fræðsla barna berist vel til foreldra þeirra. Fræðsla barna getur verið áhrifarík og skemmtileg leið til þess að dreifa þekkingu um heilaslag og réttum viðbrögðum meðal almennings. Aukin þekking hjá börnum getur skilað af sér minni seinkun á komu sjúklinga með einkenni heilaslags á sjúkrahús. Margar skemmtilegar fræðsluleiðir eru í boði og mikilvægt er að aðlaga aðferðir sem hafa verið notaðar erlendis til að fræða börn hér á Íslandi og meta árangur þeirra. Þörf er á að þróa staðlað matstæki og finna sameiginlegar útkomubreytur sem nýtast milli stofnana og landa svo hægt sé að bera saman niðurstöður.
Lykilorð: Heilaslag, fræðsla, börn 6-15 ára
Background: Stroke is one of the most common causes of mortality and disability world-wide. Early intervention improves patient outcomes but is dependent on arrival to the hospital and access to treatment within 4,5 hours of symptom onset. Unfortunately, there is still a large proportion of patients who arrive too late to receive early intervention. By augmenting public stroke education it is possible to increase the number of early arrivals and henceforth the possibility of receiving optimal treatment. Children have been acknowledged as key-players in enhancing public awareness. Therefore, it is important to gain insight into the educational methods that have been used to teach children about symptoms of stroke, and whether such methods have been successful.
Purpose: To explore how interventions that aims to teach children about stroke have been described in research studies and evaluate their successfulness. We, in particular, intend to review the methods used to assess the results of interventions, and how increased knowledge in children may transfer to their peers. We will also discuss the use of culturally and age appropriate teaching materials.
Method: A literature review was conducted in a systematic way in an online electronic database. The search was conducted in PubMed. Searched was for published, original research articles about stroke education for 6-15-year old kids. The articles that fulfilled the pre-chosen inclusion criteria were read in their entirety, and afterwards a decision was made about their usability. Information and results from each article were put into a table to ease synthesis of results. Finally, textual descriptions were provided of the main findings.
Results: Eleven quantitative articles were included in the review. The articles originated from the USA (27%), Japan (64%) and Portugal (9%). The majority of participating students came from Japan (47%), USA (43%), and Portugal (10%). Their ages ranged from 9-13 years. Diverse teaching methods were used; cartoons, comics, face to face teaching, computer games, puppets, simulation training and playacting. Children were often provided with materials to help them remember what they have learned, for example refrigerator magnets and reading material. Parental guardians received teaching from their children in 8 studies. Education significantly increased participants knowledge in up to 3 months after ended intervention. The FAST (e. Face, Arm, Speech, Time) mnemonic was successful in aiding the recollection of stroke symptoms. Questionnaires to assess the success of the stroke education were designed by researchers in each study. No standard assessment tool was found. One study reviewed hospital data to assess changes in arrival time of stroke patients to hospital.
Conclusion: Results indicate that children’s’ stroke education transfers well to their parental guardians. Children’s’ education can be an effective- and fun way to distribute public knowledge about stroke and to ascertain a fast and appropriate response. Increased knowledge among children can result in earlier arrival of stroke patients to the hospital. Abundant entertaining educational methods are available. It is imperative to adapt the methods currently used abroad to fit an Icelandic context. A standardized assessment tool that can be used across different institutions and countries are required in order to enable better comparison of results.
Keywords: Stroke, education, children aged 6-15.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fræðsluaðferðir og árangur þess að fræða 6-15 ára börn um einkenni heilaslags, skemmu útgáfa.pdf | 887.34 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing um lokaverkefni.pdf | 504.87 kB | Lokaður | Yfirlýsing |