is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35684

Titill: 
 • Áhrif sjúklingafræðslu á skurðsjúklinga með verki - hvaða fræðsluaðferð er árangursrík? Fræðileg samantekt.
 • Titill er á ensku The effect of patient education on patients with surgical pain - what educational method is effective? Literature review.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þegar kemur að því að veita fræðslu til sjúklinga eru til margar mismunandi kennsluaðferðir og má þar nefna munnlega fræðslu, skriflega fræðslu, veffræðslu, einstaklingsmiðaða fræðslu, hópfræðslu og fleiri. Velja þarf þá aðferð sem hentar hverjum einstakling fyrir sig, þar sem heilsulæsi og fræðsluþarfir sjúklinga er mismunandi. Sjúklingafræðsla er stór og mikilvægur þáttur í hjúkrun fyrir sjúklinga sem fara í skurðaðgerð. Sjúklingafræðsla hjálpar sjúklingum að tileinka sér upplýsingar og umbreyta þeim í þekkingu sem getur nýst þeim í undirbúningi fyrir skurðaðgerð og því sem henni fylgir. Nokkuð stór hluti sjúklinga upplifa verki eftir skurðaðgerð sem geta haft neikvæð áhrif á bataferli þeirra, bæði líkamlega, andlega og félagslega. Nú til dags útskrifast sjúklingar fyrr heim af sjúkrastofnunum og því gerð aukin krafa um sjálfsumönnun þegar heim er komið, þar á meðal í verkjameðferð. Í kjölfar skurðaðgerða er lykilatriði að sjúklingar fái góða fræðslu um verki, svo þeir geti tekist á við þá og þær áskoranir sem bíða þeirra og aðlagast nýjum aðstæðum eftir að heim er komið.
  Í þessari fræðilegu samantekt var leitast við að skoða ávinning mismunandi fræðsluaðferða á verki hjá sjúklingum í kjölfar skurðaðgerðar. Leitað var að rannsóknargreinum í gagnagrunnum ProQuest, CINAHL og PubMed. Töluvert er til af rannsóknum sem bera saman fræðsluaðferðir og árangur fræðslu á verki skurðsjúklinga en alls þrettán rannsóknir voru notaðar í þessari samantekt. Rannsóknirnar voru frá sjö löndum; Noregi, Kanada, Íran, Bandaríkjunum, Ísrael, Íslandi og Hong Kong. Rannsóknirnar voru gefnar út frá árinu 2004 til ársins 2020 og voru þátttakendurnir fullorðnir einstaklingar eða allir eldri en 18 ára. Rannsóknarsnið rannsóknanna var mismunandi en í öllum rannsóknum nema tveimur, var þátttakendum skipt í tvo hópa. Bornar voru saman niðurstöður rannsókna sem skoðuðu mismunandi fræðsluaðferðir og áhrif þeirra á verki skurðsjúklinga.
  Niðurstöður sýna að sjúklingafræðsla getur haft áhrif á styrk og tíðni verkja, sjúklingar eru frekar í stakk búnir til að meðhöndla verki við útskrift, hún getur einnig haft áhrif á notkun verkjalyfja, ýtt undir ánægju sjúklinga og fækkað endurinnlögnum. Niðurstöður samantektarinnar sýna að sjúklingafræðsla getur haft jákvæð áhrif á verki sjúklinga, sérstaklega þegar tvær fræðsluaðferðir eru veittar saman. Auk þess fannst sjúklingunum fræðsla gagnleg þegar kom að verkjastjórnun eftir skurðaðgerð. Álykta má að engin ein kennsluaðferð er betri en önnur og því er mikilvægt að velja aðferð út frá hverjum og einum einstaklingi.
  Ef horft er til framtíðar eru hjúkrunarfræðingar í lykilaðstöðu þegar kemur að þróun sjúklingafræðslu og felast tækifæri þeirra meðal annars í því að tileinka sér nýjungar en fyrst og fremst að nota aðferðir sem henta sjúklingum hverju sinni.

  Lykilorð: Sjúklingafræðsla, verkjameðferð, eftir skurðaðgerð, árangursrík og aðferð.

 • Útdráttur er á ensku

  When it comes to providing education to patients there are many different teaching methods, for example verbal education, written education, web education, personalized patient education, and group education. A method that suits each individual must be chosen, as health literacy and educational needs of patients differ. Patient education is a major and important part of nursing for patients undergoing surgery. Patient education helps patients acquire information and transform it into knowledge that can be beneficial for them in preparing for surgery and what it entails. A large number of patients experience pain after surgery, that can have negative effect on their physical, mental and social recovery. Nowadays, patients are more likely to be discharged sooner from hospitals, therefor there is an increased demand for self-care when returning home and that includes pain treatment. Following surgery, it is a key factor that patients get good education about pain management, so they know how to deal with the pain, challenges that await them and different situations when returning home.
  In this literature review, we explored the benefits of patient education methods for pain management, following surgery. Searches were made for research articles in the databases of ProQuest, CINAHL and PubMed. A good number of researches, that compare educational methods and the effect of education on pain could be found. But in total, thirteen studies were used in this summary. The studies were from seven countries; Norway, Canada, Iran, the United States, Israel, Iceland and Hong Kong. The studies were published from 2004 to 2020 and the participants were adults, all over the age of 18. Design of the studies were different, but in all but two studies the participants were divided into two groups. The result of the studies, examining different educational methods and their effect on pain in surgery patients were compared.
  Patient education can affect the intensity and frequency of pain, patients are more capable to manage their pain after discharge, it can affect how the patients use pain medication, promote patient satisfaction and can prevent readmission. The result of this summary shows that patient education can have a positive effect on patient´s pain, especially when two educational methods are provided together. In addition, patients found education helpful when it came to postoperative pain management. I can be concluded that not one specific teaching method is better than another and it is therefore important to choose a method based on each individual.
  Looking into the future, nurses are in key position when it comes to development of patient education and their opportunities include for example, adopting innovations but primarily using methods that are appropriate to patients at any given time.

  Keywords: patient education, pain management, post-surgery or post-operative, effective, method or mode of delivery.

Samþykkt: 
 • 26.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf772.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan May 25, 2020.pdf299.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF