is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35685

Titill: 
 • Flýtibatameðferð og hágæsludeild fyrir sjúklinga sem fara í hjartaskurðaðgerð. Fræðilegt yfirlit
 • Titill er á ensku Enhanced recovery after surgery protocols and high dependency unit for patients after heart surgery. An Integrative review
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eldri og fleiri sjúklingar með fjölkvilla kalla á aukið aðhald í rekstri heilbrigðisþjónustu svo sem styttri legutíma í kjölfar aðgerða. Á Íslandi eru sjúklingar lagðir inn á gjörgæsludeild til ífarandi eftirlits eftir hjartaskurðaðgerð. Vegna viðvarandi skorts á gjörgæslurýmum hefur ítrekað þurft að fresta hjarta¬skurðaðgerðum undanfarin ár. Víða hafa svokallaðar hágæslu starfseiningar verið þróaðar sem úrræði við þessum vanda. Slík starfseining hefur meðal annars verið tekin í notkun á heila- og taugaskurðdeild á Landspítala. Umfjöllunarefni þessa fræðilega yfirlits er flýtibatameðferð og hágæsludeild eftir hjartaskurðaðgerð, þar sem rýnt var í mögulegan ávinning og ókosti slíkrar meðferðar og starfseiningar.
  Stuðst var við kerfisbundna heimildaleit í viðurkenndum rafrænum gagnasöfnum, svo sem PubMed við gerð verkefnisins. Flestar heimildir voru yngri en 10 ára.
  Megin tilgangur verkefnisins var að rýna í nýlegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á flýtibata-meðferð eftir hjartaskurðaðgerð og hlutverk hágæsludeilda í því samhengi. Megin niðurstöður sýna að flýtibatameðferð hefur marga kosti í för með sér svo sem færri alvarlega fylgikvilla, legudaga á heilbrigðisstofnun og flýtir einnig fyrir bata sjúklinga. Flýtibatameðferð eftir hjartaskurðaðgerð styttir legutíma og lækkar kostnað fyrir heilbrigðiskerfið.
  Niðurstöður leiddu einnig í ljós að með tilkomu hágæsludeilda nýtast gjörgæslurýmin betur. Þrátt fyrir betri nýtingu gjörgæslurýma fækkaði ekki fjölda innlagna eða endurinnlagna og dánartíðni lækkaði ekki. Fram kemur að töluverður munur er á milli landa hvað varðar skipulag hágæsludeilda, svo sem skilyrði fyrir innlögn og mönnun hjúkrunarfræðinga, en þetta gerir samanburð milli landa erfiðan. Áhugavert væri að rannsaka hvort hægt sé að draga úr frestun á hjartaskurðaðgerðum með því að setja á laggirnar hágæslu starfseiningu fyrir hjartaskurðsjúklinga innan legudeilda eða gjörgæsludeilda á Íslandi.
  Lykilorð: Flýtibati, hágæsludeild, flýtibati eftir hjartaskurðaðgerð, gjörgæsludeild og hjúkrun aðgerðarsjúklinga

 • Útdráttur er á ensku

  The increasing age and frequency of patients with comorbidity calls for an increased emphasis on cost management in the provision of health care, such as shortening hospital stays post-procedure. In Iceland, patients are admitted to the intensive care unit for invasive monitoring following heart surgery. Due to a persistent shortage of intensive care beds in Iceland, heart surgeries have repeatedly had to be postponed in recent years. Many countries have implemented the use of so-called high dependency units to solve this problem. Such a unit has already been developed in the Icelandic national hospital’s neurosurgical ward. This academic thesis examines the potential benefits and limitations of enhanced recovery and presence of high dependency units following heart surgeries.
  Support for this thesis was gathered by systematically retrieving sources in recognized electronic databases, such as PubMed. Most sources were less than 10 years old.
  The main purpose of this assignment was to examine recent research into enhanced recovery after surgery and the role of high dependency units in that context. The main conclusions indicate that enhanced recovery after surgery has many benefits, including fewer severe complications, shorter hospital stays as well as speedier recovery for patients. Enhanced recovery following heart surgery shortens hospital length of stay and reduces costs for the health care system.
  The results also demonstrate a more efficient use of intensive care spaces when coupled with high dependency units. Despite the increased efficiency, there was no apparent reduction in hospitalizations or re-hospitalizations, nor a reduction in mortality rates. There is a stark difference between countries when it comes to the organization of high dependency units, including conditions for admission and allocation of nurses, which makes comparisons between countries challenging. Possible further research includes examining whether it would be possible to reduce the postponements of heart surgeries by implementing such high dependency units for heart surgery patients within surgical wards or intensive care units in Iceland.
  Keywords: Enhanced recovery after surgery, fast-track cardiac surgery, high-dependency unit, intermediate care facilities, intensive care unit and postoperative care

Samþykkt: 
 • 26.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKIL Flýtibatameðferð-og-hágæsludeild-fyrir-sjúklinga-sem-fara-í-hjartaskurðaðgerð-Dagbjört-og-Helga (2).pdf13.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf184.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF