is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35686

Titill: 
 • Bráðar komur vannærðra aldraða á bráðamóttöku: Orsakir og afleiðingar.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Aldraðir eiga oft við mörg og flókin heilsufarsleg vandamál að stríða og þekkt er að þeir leiti gjarnan á bráðamóttöku þegar veikindi koma upp. Áætlað er að sú aðsókn muni aukast á næstu áratugum en hefðbundið skipulag á bráðamóttöku hentar ekki alltaf öldruðum, sem meðal annars þjást af vannæringu.
  Tilgangur: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að greina helstu orsakir fyrir komu vannærðra aldraðra á bráðamóttöku, sem og algengi og áhættuþætti vannæringar í þessum hópi sjúklinga. Auk þess var lagt mat á það hvaða þjónustu þeir fá, árangur hennar og úrbætur.
  Aðferð: Framkvæmd var kerfisbundin heimildaleit þar sem stuðst var við PRISMA flæðirit og leitað að rannsóknargreinum frá árunum 2010-2020 í gagnasafni PubMed. Þau skilyrði voru sett að greinar væru birtar á ensku og fjölluðu um aldraða sjúklinga sem leitað höfðu á bráðamóttöku og af þeim voru valdar níu rannsóknargreinar.
  Niðurstöður: Skoðaðir voru orsakaþættir og þjónusta fyrir vannærða aldraða á bráðamóttöku auk mögulegra úrbóta. Byltur, slys, versnandi sjúkdómseinkenni og ósértæk einkenni voru helstu orsakir komu aldraðra með vannæringu. Algengi vannæringar hjá öldruðum sem leituðu á bráðamóttöku, var á bilinu 12-29%. Í hættu á vannæringu voru 48-60%. Áhættuþættir vannærningar voru líkamlegir á borð við lélega munnheilsu, andlegir eins og þunglyndi og félagslegir þættir í formi fæðuóöryggis. Árangursríkar ráðstafanir byggðust á skimun vannæringar og einstaklingsmiðuðum meðferðum í kjölfar þeirra. Eftirfylgnin er mikilvæg og gagnleg. Breytingar á verkferlum sem fólu í sér að styrkja og fræða starfsfólk um mikilvægi næringarástands aldraðra, skiluðu góðum árangri.
  Ályktun: Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku eru í lykilhlutverki til að greina vannæringu hjá öldruðum og veita viðeigandi þjónustu sem þarf. Skimun fyrir vannæringu með matstæki, samhliða klínísku mati hjúkrunarfræðinga er góð og fljótleg leið til að finna þennan sjúklingahóp strax á bráðamóttöku. Forvarnarvinna, einstaklingsmiðaðar meðferðir og eftirfylgni er lykilatriði til að koma í veg fyrir bráðar komur og endurkomur vannærðra aldraða. Frekari rannsókna er þörf á orsökum og afleiðingum bráðra koma vannærðra aldraðra, til að þjónusta þennan sjúklingahóp betur.
  Lykilorð: vannæring, aldraðir, öldrunar, bráðamóttaka, íhlutun, áhættuþættir

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Older people often have many and complex health problems and are known to seek emergency treatments when an illness occurs. Attendance is expected to increase in the next few decades, but traditional emergency department planning may not always be suitable for older people, who often suffer from malnutrition among other things.
  Purpose: The purpose of this literature review was to identify the main causes of the occurrence of malnourished older patients in the emergency department, as well as the prevalence and risk factors of malnutrition in this group of patients. In addition, the services they received, their performance and improvements were assessed.
  Method: A systematic literature search was conducted using PRISMA flow charts and searched for research articles from 2010-2020 in the PubMed database. The conditions were set for articles to be published in English and referenced to older patients who had sought emergency admissions and nine studies were selected.
  Results: Causal factors and service forms for the malnourished older patients were examined at the emergency department as well as possible interventions. Accidents, worsening symptoms and non-specific symptoms (NSCs) were the main causes of malnutrition among the older people. The prevalence of malnutrition in the older patients seeking emergency departments ranged from 12-29%. The risk of malnutrition was 48-60%. Risk factors for malnutrition were physical such as poor oral health, mental health issues such as depression and social factors in the form of food insecurity. Effective interventioins were based on malnutrition screening and individualized therapies following them. Follow-up appeared important and useful. Changes in work processes involving strengthening and educating staff on the importance of the nutritional status of the older were successful.
  Conclusion: Emergency nurses play a key role in diagnosing malnutrition in older patients and providing appropriate services. Screening for malnutrition with food, along with clinical judgment of nurses is a good and quick way to find this patient group right away at the emergency department. Prevention, individualized therapies, and follow-up are key to preventing acute and recurrent malnutrition. Further research is needed on the causes and consequences of the acute visits of the malnourished older people, to better serve this patient population.
  Keywords: Malnutrition, older adults, geriatric, emergency department, intervention, risk factor,

Samþykkt: 
 • 26.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35686


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaverkefni_MAK_SHS_FINAL _25.5.pdf928.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20200525_231143-converted.pdf2.22 MBLokaðurYfirlýsingPDF