is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35687

Titill: 
 • Sjóntap í kjölfar skurðaðgerða: Kerfisbundin fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Postoperative Visual Loss: A systematic literature review
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Sjóntap í kjölfar skurðaðgerða (e. Postoperative Visual Loss, POVL) að undanskildum augnaðgerðum er sjaldgæfur en alvarlegur fylgikvilli og hefur mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga til frambúðar. Tíðni POVL er 0.013% í Bandaríkjunum en tíðnin hér á landi er óþekkt og vegna þess hve sjaldgæfur fylgikvilli þetta er hefur hann verið lítið rannsakaður á heimsvísu.
  Rannsóknarsnið: Kerfisbundin fræðileg samantekt úr megindlegum rannsóknum.
  Tilgangur: Að samþætta þekkingu og áhættuþætti fyrir POVL. Vonast er til þess að auka þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á þessum alvarlega fylgikvilla og benda á íhlutanir í starfi hjúkrunarfræðinga í tengslum við skurðaðgerðir til þess að reyna að koma í veg fyrir POVL. Enn fremur er tilgangurinn með þessari kerfisbundnu fræðilegu samantekt að vekja athygli á þessum fylgikvilla og benda á að þörf sé á frekari rannsóknum tengdu þessu efni. Aðferð: Leitað var í gagnagrunninum PubMed til þess að finna viðeigandi rannsóknir, leitin skilaði litlum árangri og var því handleitað í heimildum annarra rannsókna. Lýsing á heimildaleit var gerð með PRISMA flæðiriti og voru niðurstöður hverrar rannsóknar fyrir sig skráðar í töflu.
  Niðurstöður: Alls fundust 14 megindlegar rannsóknir sem sýndu að POVL er sjaldgæfur en alvarlegur fylgikvilli sem er algengastur eftir hjarta- og mænuaðgerðir. Sjóntaugablóðþurrð (e. Ischemic Optic Neuropathy, ION) var algengasta tegund POVL, en einnig greindust tilfelli sjónhimnuslagæðarlokunar (e. Retinal Artery Occlusion, RAO) og barkarblindu (e. Cortical Blindness, CB). Helstu áhættuþættir fyrir POVL voru skurðlega og þá sérstaklega grúfulega, Steep Trendelenburg (ST) lega og notkun á Wilson frame púða. Karlmenn reyndust í meiri áhættu en konur, ungir og aldnir virtust vera í meiri áhættu en fólk á miðjum aldri, blóðmissir í aðgerð, lágþrýstingur og mikil vökvagjöf í aðgerð.
  Ályktun: Niðurstöður rannsóknanna gefa til kynna að ýmsar íhlutanir geti haft áhrif á útkomu aðgerða og minnkað líkur á POVL. Svæfinga- og skurðhjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til þess að hafa eftirlit með þessum þáttum. Það er nauðsynlegt að auka vitund á þessum alvarlega fylgikvilla og þörf er á að rannsaka POVL frekar í heiminum öllum en einnig hér á landi.
  Lykilorð: Sjóntaugarblóðþurrð, faraldsfræði, sjónhimnuslagæðarlokun, vandamál í kjölfar skurðaðgerðar, áhættuþættir, barkarblinda.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Postoperative visual loss (POVL) after nonocular surgery is a rare but devastating complication and affects the quality of the patient´s life permanently. The rate of POVL is 0.013% in the United States but the rate in Iceland is unknown. Because how rare this complication is there is a lack of research worldwide.
  Design: Systematic literature review from quantitative studies.
  Purpose: To get to know the causes and risk factors for POVL. Hoping to increase the knowledge among health care professionals on this devastating complication and point out interventions in the work of nurses in relation to surgery to prevent POVL. Furthermore, the purpose of this systematic literature review is to draw attention to this complication and indications that further research is needed on this topic.
  Method: The PubMed database was searched to find relevant research. The search returned few results and was therefore cited in the sources of other researches. A description of the source search was done using a PRISMA flow chart and the results of each study was recorded separately in a table.
  Results: Fourteen quantitative studies showed that POVL is a rare but serious complication and most commonly seen after heart and spinal surgery. Ischemic Optic Neuropathy (ION) was the most common type of POVL, but there were also identified cases of Retinal Artery Occlusion (RAO) and Cortical Blindness (CB). The main risk factors for POVL were positioning and especially prone position, Steep Trendelenburg (ST) and Wilson frame use. Males were at higher risk than females, adolescents seemed to be at higher risk than middle-aged people, blood loss in surgery, hypotension and high fluid administration during surgery.
  Conclusion: The results of the studies indicate that various interventions can affect the outcome of the surgery and reduce the risk of POVL. Nurse anesthetists and perioperative nurses are in a key position to monitor these factors. It is necessary to raise awareness of this serious complication and the need to research POVL further in the world as well as in Iceland.
  Keywords: Ischemic optic neuropathy, epidemiology, retinal artery occlusion, postoperative complication, risk factors, cortical blindness.

Samþykkt: 
 • 26.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35687


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjóntap í kjölfar skurðaðgerða - Skemmuskil.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf75.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF