Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35690
Bakgrunnur: Óráð er flókið heilaheilkenni sem einkennist af truflun á skynjun, meðvitund og vitrænni getu einstaklings. Orsakir óráðs eru ekki að fullu þekktar en það á sér þó vefrænar orsakir og tengist einum eða mörgum áhættuþáttum. Þar sem aldraðir eru yfirleitt með fleiri en einn undirliggjandi áhættuþátt þá er þessi hópur viðkvæmari fyrir að fá óráð og er það bæði algengasti og alvarlegasti fylgikvilli skurðaðgerða hjá öldruðum. Með hækkandi aldri aukast líkur á stoðkerfisvandamálum og alvarlegum sjúkdómum sem þarfnast inngripa á borð við valaðgerðir. Fyrirbyggjandi meðferðir við óráði, þar sem unnið er með áhættuþætti og notkun einfaldra skimunartækja, skipta máli og svigrúm gefst til forvarna fyrir valaðgerð.
Markmið: Að skoða og meta rannsóknir sem gerðar hafa verið á algengi óráðs hjá öldruðum einstaklingum, þar sem meðalaldur er 65 ára og hærri, sem fara í valaðgerðir. Greint verður frá meðferðum og þá helst fyrirbyggjandi meðferðum til þess að koma í veg fyrir óráð hjá þessum hópi. Einnig er markmið að vekja athygli hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á alvarleika óráðs og mikilvægi þess að grípa inn í snemma með fyrirbyggjandi meðferðum.
Aðferð: Heimildaleit var framkvæmd í gagnagrunnunum PubMed og Cinahl í mars og apríl 2020. Notuð voru fyrirfram ákveðin leitarorð með inntöku- og útilokunarskilyrðum. Niðurstöðum heimildaleitar er lýst í PRISMA flæðiriti.
Niðurstöður: Algengi óráðs var á bilinu 4,9-75,3%. Munurinn á þessum algengistölum má rekja til mismunandi greiningaraðferða, ólíkra úrtaka og þeirra sem fengu meðferð eða ekki. Meginkjarni þeirra meðferða sem veittar voru er sambærilegur en þær byggðust á mati á áhættuþáttum sem taldir voru auka líkur á óráði, teymisvinnu, snemmgreiningu óráðs og inngripum án lyfja er miðuðu af fyrirbyggjandi meðferðum.
Ályktun: Óráð er algengur og alvarlegur fylgikvilli skurðaðgerða. Áður en einstaklingur fer í valaðgerð er mikilvægt að beita fyrirbyggjandi meðferðum til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að einstaklingur fái óráð. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar þekki áhættuþætti óráðs og skimi fyrir þeim snemma með þar til gerðum skimunartækjum en einnig reglulega eftir valaðgerð.
Lykilorð: Óráð, valaðgerð, aldraðir, fyrirbyggjandi meðferð.
Background: Delirium is a complicated brain disorder characterized by: perception disorder, decreased consciousness and decreased cognitive function. Causes of delirium have not been firmly established, but it is acknowledged that it has organic causes, linked to one or more underlying risk factors. It is common that elderly people have more than one risk factor, and thereby they are more exposed to delirium. Delirium is the most frequent, and severe complication after surgeries. Parallel with increasing age, musculoskeletal problems and serious diseases become more common, which requires medical interventions such as elective surgery. Preventive treatments for delirium are important because of the prehabilitation phase before surgery, where it is focused on risk factors and allows the use of simple screening tools.
Objective: To review and evaluate studies on prevalence of delirium in the elderly (mean age of 65 years and older) who undergo elective surgeries and to report the utility of treatments to prevent delirium. Furthermore, to raise awareness of the severity of delirium and the importance of intervening early on among nurses and other healthcare workers.
Method: A literature review was conducted on two databases, PubMed and Cinahl, in March and April 2020. Predetermined keywords were used referenced to inclusion and exclusion criteria. The results are further elaborated in the PRISMA flowchart.
Results: Prevalence of delirium was 4,9-75,3%. The difference between these numbers can be attributed to different diagnosing methods, various samples and those who were treated or not. The core of the preventive treatments was somewhat similar, but they were based on an assessment of risk factors that considered to increase the likelihood of delirium, teamwork, early diagnosis and non-pharmacological preventive treatments.
Conclusion: Delirium is a frequent and severe complication after surgeries. Before an elderly individual undergoes elective surgery, it is effective to apply preventive treatments. In addition, nurses must recognize risk factors of delirium and systematically screen for delirium with approved screening tools before and after surgery.
Keywords: Delirium, elective surgery, elderly, preventive treatments.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gagnsemi fyrirbyggjandi meðferða við óráði hjá öldruðum einstaklingum sem fara í valaðgerðir .pdf | 439,68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 1,55 MB | Lokaður | Yfirlýsing |