Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35691
Númerakerfi má finna á ýmsum þjónustustöðum eins í bönkum, bakarí, apótek o.s.frv. Hefðbundin númerakerfi, sem við öll þekkjum, hafa staðið óbreytt í mörg ár á meðan samfélagið hefur orðið tæknivæddari með degi hverjum. Þetta býður upp á frábært tækifæri til að koma númerakerfi í nýtt form og gera þau nútímalegri.
Hugmyndin að inline spratt upp frá þessari sýn um næstu kynslóð númerkerfa. Í stað pappírsmiða verður allt fært yfir á rafrænt form. Þar sem allir nú til dags bera með sér síma þá er kjörið tækfæri til að nýta sér það og koma miða viðskiptavina til þeirra gegnum SMS í stað útprentaða miða.
Mikilvægt er að þetta nýja númerakerfi sé notendavænt og því ákveðið að útfæra kerfið alfarið með nútímalega veftækni. Allt viðmót verður því aðgengilegt í gegnum hvaða vafra sem er sem gerir númerakerfið sveigjanlegt fyrir notendur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
inline.pdf | 753.29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 210.63 kB | Lokaður | Yfirlýsing |