Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35696
In the last decade, healthy living has become a lifestyle. The increasing interest of athletes to track their success through measurements has also grown alongside the use of smartwatches and other sports wearables. Throughout the years, psychological measurements regarding physical measurements have often been overlooked in determining the athlete’s success in their field. Evidence from previous studies has indicated that stress and anxiety pressure have a negative effect on the athlete’s performance. In group sports, a coach’s decision is incredibly vital in the team’s overall achievements. This research paper seeks to answer two questions: What data would the athlete like to share with their coaches both in regard to physical and psychological data? Furthermore, what data do coaches need and want to see in order to follow the progress as well as the collective progress of their team? The analysis used in this research is a mixed-method approach, including qualitative and quantitative methods in data gathering, prototype evaluations, and finally, user testing. From data gathering, there were ten interviewees in the semi-structured interviews from both user groups, athletes, and coaches. The survey included 100 participants. There were eight interviewees from the prototype evaluations from both user groups. The prototype was realised into a product, followed by five heuristic evaluations with experts, and lastly, there were 11 interviewees in user testing, again from both user groups. The results support that elite athletes would like to share as much information as possible with their coaches, while athletes who do not view themselves as professionals were hesitant to share their sleep data. Additionally, coaches prefer to see as much information from the athletes as the athletes are willing to share. Therefore, for the coach to be conscious of the athlete’s psychological state, a website is formed that combines both physical and psychological measurements is needed to assist the coach’s determinations.
Í nútímasamfélagi hefur verið mikil vitundarvakning varðandi heilsu og heilbrigðan lífstíl. Notkun heilsuúra og annarra mælitækja hefur stóraukist í bæði einstaklings- og hópíþróttum. Með gögnum úr slíkum mælitækjum getur íþróttafólk fylgst náið með árangri og frammistöðu sinni. Þegar litið er á frammistöðu íþróttafólks er jafnan horft framhjá andlegri líðan og öðrum sálfræðilegum þáttum. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að kvíði og stress hafa neikvæð áhrif á árangur og frammistöðu á æfingum og í leikjum. Í hópíþróttum eru skoðanir þjálfara á leikmönnum sínum mikilvægur þáttur fyrir ákvarðanatöku og árangur liðsins í heild sinni. Þessi rannsóknarskýrsla leitast að því að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Annars vegar, hvaða gögn myndu iðkendur vilja deila með þjálfurum sínum þegar um er að ræða bæði líkamleg og sálfræðileg gögn? Hins vegar, hvaða gögn þurfa þjálfarar að sjá til þess að geta fylgst með árangri leikmanna og árangri liðsins í heild sinni? Notast er við eigindlegar og megindlegar aðferðir þegar kemur að greiningu niðurstaða úr gagnasöfnun, prófunum á frumgerð og notendaprófunum á kerfinu sjálfu. Fyrir gagnasöfnun voru fengnir tíu viðmælendur í viðtöl, þjálfarar og iðkendur, og svöruðu 100 þátttakendur spurningakönnun. Átta viðmælendur voru fengnir til þess að prófa frumgerð vefsíðunnar og að lokum voru 11 viðmælendur fengnir í notendaprófun á kerfinu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fagfólk í íþróttum er tilbúið að deila sem mestum upplýsingum með þjálfara sínum. Hins vegar er áhuga íþróttafólk hikandi við að deila öllum sínum sálfræðiupplýsingum með þjálfaranum, eins og nánari upplýsingar um svefninn. Þar að auki sýna niðurstöður að þjálfarar vilja sjá eins mikið af upplýsingum og þeir geta fyrir ákvarðanatöku sem varðar lið þeirra. Þess vegna er þörf fyrir vefsíðu sem birtir samblöndu af sálfræðilegum og líkamlegum mælingum þar sem iðkendur og þjálfarar geta fylgst með á einfaldan og skilvirkan hátt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
DataWell_Rannsóknarskýrsla .pdf | 3.71 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |