is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35698

Titill: 
  • Þrándur og þjóðin: Um birtingarmynd hins þjóðlega í verkum Þrándar Þórarinssonar
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
  • Þrándur Þórarinsson hefur um nokkurn tíma verið áberandi í íslensku listsamfélagi en bæði hefur hann haldið sýningar á verkum sínum reglulega frá því hann lauk námi auk þess sem hann er afkastamikill við iðju sína. Þá rata verk hans nokkuð oft í fjölmiðla en mörg þeirra eru hlaðin pólitískum gildum. Þrándur málar myndir sínar í klassískum stíl og notast við þjóðlegar tengingar sem þykir nokkur nýlunda en slíkur áhugi á sögu landsins og þjóðsögum okkar hefur ekki verið áberandi í listum ungra manna síðustu ár og jafnvel áratugi. Í þessari ritgerð verður fjallað um hvað veldur þessum áhuga hjá Þrándi og hvernig hann nýtir sér þekkingu sína bæði áhorfandanum til yndisauka og hryllings.
    Skiptist ritgerðin í tvo hluta og verður í þeim fyrsta farið yfir aðdraganda vitundarvakningar á sviðum menninga- og lista við upphaf sjálfstæðisbaráttu okkar allt til enda hennar þegar listumhverfið umverpist í átt til nýrra stefna og skilur við okkar fornu gildi. Seinni hluti ritgerðarinnar er að megninu til ævisögulegur en hann byggist á viðtölum við Þránd Þórarinsson og Hugleik Dagsson en rætur þeirra samtvinnast í barnæskunni þó upp vaxi tvö tré. Einnig var rætt við Stefán Boulter sem deildi haldgóðri þekkingu sinni á Odd Nerdrum og hans kennslu en bæði Þrándur og Stefán voru nemar hans um árabil. Gætt verður að áhrifavöldum og mögulegri hugmyndafræði Þrándar og að lokum munu verk hans vera skoðuð við þann þjóðlega bjarma sem Þrándur ber í brjósti sér.

Samþykkt: 
  • 26.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35698


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Júlía Helgadóttir BA ritgerð.pdf3.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf1.57 MBLokaðurYfirlýsingPDF