is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35699

Titill: 
 • Titill er á ensku Vitamin D status before and after bariatric surgery in Landspítali
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Langtímaárangur efnaskiptaaðgerða hjá einstaklingum með offitu er almennt góður, hvort sem horft er til þyngdartaps, fylgisjúkdóma offitu eða lífsgæða. Við þessar aðgerðir eru hins vegar gerðar varanlegar breytingar á meltingarveginum sem getur aukið líkur á vanfrásogi næringarefna og þannig haft áhrif á næringarástand. Í erlendum rannsóknum hefur skorti á ýmsum næringarefnum eins og járni, kalki, D-vítamíni og B12-vítamíni verið lýst, þar sem allt að 50-60% einstaklinga hafa verið greindir með D-vítamínskort eftir aðgerð. Ekki hafa áður verið birtar upplýsingar um niðurstöður einstakra blóðmælinga fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir hér á Íslandi.
  Markmið: Að meta styrk 25(OH)vitD í sermi (mælikvarði á D-vítamín stöðu) fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir hjá einstaklingum sem fóru í magahjáveituaðgerð eða magaermi á Landspítalanum á tímabilinu janúar 2001 til desember 2018.
  Aðferðir: Meistaraverkefnið er hluti af stærri gagnagrunnsrannsókn þar sem upplýsingar um mælingar á 25(OH)vitD, B12-vítamíni, glúkósa, hbA1c, PTH (kalkkirtilshormóni), hemoglobíni og ferritíni voru fengnar úr sjúkraskrá allra einstaklinga sem fóru í efnaskiptaaðgerðir á tímabilinu janúar 2001 til desember 2018. Í þessari ritgerð eru birtar niðurstöður mælinga á styrk 25(OH)vitD í sermi ásamt kalkkirtilshormóni fyrir aðgerð og þremur, níu og 18 mánuðum eftir aðgerð hjá þeim einstaklingum sem gengust undir annað hvort magahjáveitu eða magaermi á Landspítalanum frá janúar 2001 til desember 2018.
  Niðurstöður: Af þeim yfir 1400 einstaklingum sem fóru í efnaskiptaaðgerð á rannsóknatímabilinu höfðu verið gerðar mælingar á styrk 25(OH)vitD í sermi 539 einstaklinga fyrir aðgerð og hjá 462 við 18 mánaða eftirfylgd. Af þeim töldust 278 (51,6%) vera með ófullnægjandi D-vítamínstöðu fyrir aðgerð og þar af 133 (24,7%) með D-vítamínskort. Við 18 mánaða eftirfylgd voru enn 139 einstaklingar (30%) með ófullnægjandi D-vítamínstöðu og 39 (8,4%) með D-vítamínskort. Þegar einungis er skoðað tímabilið 2013-2018 þá sést að ófullnægjandi D-vítamínstaða var til staðar hjá 28% einstaklinga fyrir aðgerð og 8% 18 mánuðum eftir aðgerð.
  Ályktun: Ófullnægjandi D-vítamínstaða og D-vítamínskortur var nokkuð algengur hjá einstaklingum með offitu sem gengust undir efnaskiptaaðgerð á rannsóknatímabilinu, bæði fyrir aðgerð og allt að 18 mánuðum eftir aðgerð. Niðurstöður benda til þess að þó staðan virðist hafa batnað undanfarin ár þá er staða D-vítamíns nær þriðjungs einstaklinga ófullnægjandi nálægt aðgerðardegi.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Long-term results from bariatric surgeries amongst individuals with obesity are generally good, regardless of whether it is weight loss, complications of obesity or quality of life. However, in these surgeries permanent changes are made to the gastrointestinal tract that can increase the likelihood of malabsorption of nutrients and thus affect nutritional status. In foreign studies, deficiencies of various nutrients such as iron, calcium, vitamin D and vitamin B12 have been described, in which up to 50-60% of individuals have been diagnosed with post-operative vitamin D deficiency. Results of individual blood tests, indicators of nutritional status, before and after bariatric surgery in Iceland, has not been reported previously.
  Aim: To evaluate serum 25(OH)vitD concentration (an estimate of vitamin D status) before and after bariatric surgery amongst individuals who underwent gastric bypass or sleeve gastrectomy in Landspítali from January 2001 to December 2018.
  Methods: This thesis is a part of a larger database study where data on the measurement of 25(OH)vitD, vitamin B12, glucose, hbA1c, PTH (parathyroid hormone), hemoglobin and ferritin were obtained from medical records of all individuals who underwent bariatric surgery in the time period from January 2001 to December 2018. In this thesis the results of measurements of 25(OH)vitD are reported along with concentration of parathyroid hormone before surgery and three, nine and 18 months after surgery amongst those individuals who underwent either gastric bypass og sleeve gastrectomy at Landspítali from January 2001 to December 2018.
  Results: Of those over 1400 individuals who underwent bariatric surgery during the study period, measurements of 25(OH)vitD concentration was available for 539 subjects before surgery and for 462 subjects at 18 month follow up. There off, 278 (51.6%) were defined as having insufficient vitamin D status before surgery and 133 (24.7%) were vitamin D deficient. At 18 month follow up 139 subjects (30.1%) still had insufficient vitamin D status and 39 (8.4%) had vitamin D deficiency. When looking only at the time period 2013-2018, it can be seen that insufficient vitamin D status was observed in 28% of subjects before surgery and 8% 18 months after surgery.
  Conclusion: Insufficient vitamin D status and vitamin D deficiency was quite common amongst individuals with obesity who underwent bariatric surgery during the study period, both before surgery and up to 18 months after surgery. Although the results indicate that the situation seems to have improved in recent years, the concentration of S-25(OH)vitD suggest insufficient vitamin D status in almost a third of the subjects close to the date of surgery.

Samþykkt: 
 • 26.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind_lokaskjal_250520.pdf2.6 MBLokaður til...25.05.2025HeildartextiPDF
yfirlýsingBerglind.pdf97.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF