Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3569
Ritgerð þessi reynir að svara spurningunni um hvers vegna Tyrkland sé ekki komið með fulla aðild að Evrópusambandinu eftir áratugalöng samskipti við aðildarríki sambandsins, allt frá því að Tyrkland sótti um aðild að þáverandi Evrópska efnahagsbandalaginu árið 1959 þar til að aðildarviðræður við Evrópusambandið hófust árið 2005. Það virðast vera margir þættir sem á mismunandi hátt hafa komið í veg fyrir að Tyrkland hafi fengið fulla aðild að sambandinu en þeir áhrifaþættir sem skoðaðir eru í þessari ritgerð eru lýðræði og mannréttindi, minnihlutahópur Kúrda í Tyrklandi, vandamálið með Kýpur, trú, menning og hið evrópska eðli og tyrkneski efnahagurinn. Þá verða kostir við aðild Tyrklands að ESB skoðaðir í stuttu máli. Niðurstaðan er sú að allir þessir þættir hafa á mismunandi hátt komið í veg fyrir fulla aðild Tyrklands að ESB, þrátt fyrir að sumir þeirra ættu ekki að gera það formlega séð. Niðurstaðan er líka sú að kostirnir sem fylgja aðild Tyrklands að ESB virðast falla algjörlega í skuggann á þeim vandamálum sem Tyrkland stendur frammi fyrir eða ESB mun þurfa að eiga við fái Tyrkland fulla aðild að sambandinu. Þess vegna er ómögulegt að segja til um hvort Tyrkland muni einhvern tímann fá fulla aðild að ESB, en það virðist vera undir báðum aðilum komið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SES_fixed.pdf | 468,51 kB | Lokaður | Heildartexti |