is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35702

Titill: 
 • Notkun aspargræðlinga í nýskógrækt samanburður á aðferðum, efnivið og landgerðum
 • Titill er á ensku Use of poplar cuttings for afforestation - comparison of methods, material and sites
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á Íslandi er að finna stór svæði af illa grónu landi. Lúpínu hefur verið sáð í mörg þessara svæða til að stöðva jarðvegsrof og í dag gætu þau hentað vel til nýskógræktar til kolefnisbindingar og framleiðslu iðnviðar. Með notkunarmöguleika þessara svæða í huga voru lagðar út tilraunir með notkun órættra græðlinga af alaskaösp sem verða hér til umfjöllunar. Rannsóknirnar snérust um val á aðferðum og plöntuefni við nýræktun asparskóga. Notast var að mestu leiti við órætta græðlinga í tilraunirnar en einnig fjölpottaplöntur. Tilraunirnar voru í fjórum ólíkum landgerðum: graslendi, mólendi, áreyrum og lúpínubreiðum. Tilraunirnar snérust um: 1) samanburð jarðvinnsluaðferða í lúpínubreiðum, 2) tímasetningu áburðargjafar, 3) samanburð græðlingalengda og 4) niturbúskap misstórra græðlinga og skógarplantna á fyrsta sumri. Asparklónarnir Forkur og Haukur voru notaðir til jafns í tilraunum 1-3, en aðeins Haukur var notaður í fjórða tilraunalið. Þessum tilraunum var ætlað að svara eftirfarandi spurningum: a) Hafa mismunandi jarðvinnsluaðferðir í lúpínubreiðum áhrif á samkeppnisstöðu aspargræðlinga? b) Hefur áburðargjöf á mismunandi tímum eftir gróðursetningu áhrif á lifun og vöxt aspargræðlinga? c) Hefur lengd aspargræðlinga áhrif á lifun og vöxt? d) Hefur stærð og niturforði skógarplantna og græðlinga af alaskaösp áhrif á sprotavöxt á fyrsta ári?
  Helstu niðurstöður tilraunanna eftir þrjú sumur voru: a) Græðlingar sem settir voru niður í heiltætt lúpínusvæði lifðu og uxu marktækt betur en græðlingar sem settir voru í aðrar jarðvinnslumeðferðir eða óhreyft land. b) Græðlingar sem stungið var í áreyrar og fengu áburð í júní ári eftir stungu, uxu marktækt betur en þeir sem fengu áburð fyrr eða engan áburð. Forkur óx marktækt betur en Haukur, bæði í mólendi og á áreyrum. c) Á áreyrum og lúpínusvæði lifðu 80 cm græðlingar marktækt betur en aðrar græðlingalengdir, en í mólendi var lifun best hjá 20 cm græðlingum. Í mólendi lifði klónninn Forkur marktækt betur en Haukur. Í öllum þremur landgerðum uxu 100 cm langir drumbar betur en aðrar græðlingalengdir. d) Jákvætt samband var milli niturinnihalds plöntuefnis og lengdar vaxtarsprota á fyrsta sumri.
  Þessar niðurstöður geta verið leiðbeinandi við val á hentugum græðlingagerðum og aðferðum við nýræktun asparskóga í mismunandi landgerðum.

 • Útdráttur er á ensku

  Iceland has large areas of poorly vegetated land. Lupine has been sown in some of these areas to stop soil erosion and these areas might be well suited for afforestation with the aim of carbon sequestration and wood production. Field experiments were designed to compare a selection of methods and plant material for afforestation using black cottonwood (Populus trichocarpa). Unrooted cuttings were used in majority of the experiments, but also containerized seedlings. Four land types were used for the experiments: grassland, heathland, gravelly floodplain, and lupine field. Four experiment were established; 1) comparison of site preparation within lupine fields, 2) timing of fertilizer application, 3) comparison of different cutting lengths and 4) nitrogen relations an observation of usage and storage of nitrogen for different sizes of cuttings and containerized seedlings, during the first summer in the field. Two clones (Forkur and Haukur) were used. The experiments were designed to answer the following questions: a) Do different site preparation methods in lupine fields effect plant survival and growth? b) Does timing of fertilization effect plant survival and growth? c) Does the length of cuttings effect their survival and growth? d) What is the importance of plant size and nitrogen relations for the plant growth in the first summer?
  The main results after three years were: a) cuttings in rotavated lupine plots had significantly better survival and growth compared to other site preparation methods and untreated plots. b) On gravelly floodplains, cuttings that received fertilizer in June during the second growth year grew better than those that received fertilizer earlier or no fertilizer. The clone Forkur had a significantly better growth than Haukur, both in the heathland and gravelly floodplain. c) On the gravelly floodplain and lupine fields, the second longest cuttings (80 cm long) had significantly better survival than other cutting-lengths, while in the heathland the survival rate was best in 20 cm cuttings. In heathland, survival of Forkur was significantly better than that of Haukur. In all three land types, growth was significantly better for 100 cm seedlings than other lengths. d) A positive relationship was between the initial nitrogen content of the plant material and the growth during the first growth year.
  These results provide a basis for the selection of suitable seedling types and methods of for afforestation using black cottonwood for different land types.

Samþykkt: 
 • 27.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35702


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_JBÓ_14mai_2020.pdf4.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna