Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35704
Í þessari skýrslu er yfirlit lokaverkefnis fyrir Háskólann í Reykjavík sem unnið er í samstarfi við rafskútuleiguna Hopp.
Stjórnendur Hopp vilja betri yfirsýn yfir rekstur rafskútuleigunnar, eins og hún er í núverandi mynd. Mikið af gögnum sitja óhreyfð í gagnagrunni félagsins og erfitt er að gera sér mat úr þeim. Stjórnendurnir vilja því fá gögnin á form sem hægt er að taka upplýstar ákvarðanir út frá. Verkefni teymisins er að leysa þessa þörf. Í lokaverkefni þessu verður gögnum fyrirtækisins komið á myndrænt form á innri vef Hopp svo að stjórnendur þess geti betur tekið gagnamiðaðar ákvarðanir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaskyrsla_hopp.pdf | 1,85 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
notendahandbok_hopp.pdf | 963,38 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |