is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35717

Titill: 
  • Notagildi snjallúra fyrir einstaklinga með gáttatif. Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku Usability of smartwatches for individuals with atrial fibrillation
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Gáttatif er algengasta tegund hjartsláttaróreglu og talið að algengi hennar fari stigvaxandi á komandi árum hjá fullorðnum eftir miðjan aldur. Með snjallúrum er hægt að bjóða upp á tækni sem auðkennir breyttan takt og getur ýtt undir sjálfsumönnun sjúklinga með gáttatif.
    Markmið: Að kanna notagildi snjallúra til greiningar á gáttatifi og bera kennsl á hvernig hjúkrunarfræðingar geta nýtt sér þessa tækni í þjónustu sinni við sjúklinga með gáttatif.
    Aðferð: Heimildaleit fór fram í gagnabönkunum PubMed og Web of Science. Leitað var að megindlegum rannsóknum á ensku sem gefnar voru út á tímabilinu 2015 til 2020. Aðeins greinar sem fjölluðu um áreiðanleika snjallúra og notagildi þeirra í tengslum við gáttatif hjá körlum og konum 18 ára og eldri voru teknar með í fræðilegu samantektina. Notast var við PRISMA flæðirit við greiningu og framsetningu á heimildum.
    Niðurstöður: Átta rannsóknargreinar féllu undir inntökuskilyrði fyrir fræðilegu samantektina og voru þær flokkaðar í þrjá flokka eftir áreiðanleika og notagildi snjallúra. Fimm rannsóknir fjölluðu um áreiðanleika snjallúra til að bera kennsl á gáttatif, fjórar um áskoranir út frá notendasjónarmiði og fjórar um áskoranir út frá klínísku sjónarmiði. Rannsóknirnar sýndu fram á nákvæmni snjallúra við að bera kennsl á gáttatif og reyndust notendavæn bæði fyrir notendur sem og hjúkrunarfræðinga.
    Ályktun: Lítil reynsla er komin á notkun snjallúra í klínísku samhengi. Til þess að geta nýtt tæknina fyrir sjúklinga með gáttatif er mikilvægt að veita góða fræðslu og stuðning. Með notkun snjallúra hjá sjúklingum með gáttatif væri hægt að auka eftirlit og efla sjálfsumönnun þeirra og þannig fyrirbyggja alvarlega fylgikvilla.
    Lykilorð: Gáttatif, snjallúr, lífsstíll, sjálfsumönnun, hjúkrun.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Atrial fibrillation is the most common type of cardiac arrhythmia and it‘s prevalance is expected to increase in the coming years in middle aged adults. With smartwatches it is possible to start offering technology that can identify an irregular heart rhythm and nurses can better encourage the self-care of patients with atrial fibrillation.
    Objective: To examine the usefulness of smartwatches to identify atrial fibrillation and recognize how nurses can utilize this technology in their service to patients with atrial fibrillation.
    Method: References were obtained by searching two databases, PubMed and Web of Science. Quantitative research in english published between 2015-2020 were sought. Only articles on the reliability of smartwatches and their usefulness in relation to atrial fibrillation in men and women 18 years and older were included in the systematic review. PRISMA flow chart was used in the analysis and presentation of sources.
    Results: Eight research articles were subject to admission requirements for the systematic review and were classified into three categories according to reliability and usefulness of the smartwatch. Five studies examined the reliability of smartwatches for identifying atrial fibrillation, four examined challenges from a user perspective and four examined challenges from a clinical perspective. The research showed the accuracy of smartwatches to identify atrial fibrillation and proved to be user-friendly, both for users as well as nurses.
    Conclusion: There is little experience in using smartwatches in clinical settings. In order to utilize the technology for patients with atrial fibrillation it is important to provide good education and support. The use of smartwatches in patients with atrial fibrillation could enhance monitoring and their self-care, thus preventing serious complications.
    Keywords: Atrial fibrillation, smartwatch, lifestyle, self-care, nursing.

Samþykkt: 
  • 27.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-verkefni.pdf672.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
BS-fylgiskjal.pdf76.47 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
40F312CA-B0C3-4807-BDEE-F86DF64CB8BA.jpeg289.02 kBLokaðurYfirlýsingJPG