is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35719

Titill: 
  • Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarfærni 10 ára drengs með ADD og almenna námsörðugleika
  • Titill er á ensku Effects of Direct Instruction and precision teaching on the reading skills of a 10 year old boy with ADD and learning disabilities
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stýrð kennsla Engelmanns (e. Direct Instruction) er raunprófuð kennsluaðferð með það markmið að hjálpa grunnskólabörnum sem eiga í vanda með nám. Kennsluaðferðin er mikið rannsökuð og hefur sýnt fram á góðan árangur. Kennslan samanstendur af sýnikennslu (e. demonstrated method), kórsvörun bekkjar (e. Choral responding), tafarlausri endurgjöf (e. immediate feedback about the accuracy of respones) og styrkingu réttrar svörunar (e. reinforces accurate responding). Fimiþjálfun (e. Precision Teaching) er önnur raunprófuð kennsluaðferð og er oft notuð samhliða stýrðri kennslu. Fimiþjálfun er kerfisbundin leið til að þjálfa færni einstaklinga á öllum aldri óháð námsgrein og mælir framfarir svo færnin viðhaldist og vari áfram í hegðunarforða (e.repertoire) eftir að þjálfun er lokið. Markmið rannsóknarinnar var að athuga áhrif stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar á lestrarfærni 10 ára drengs með ADD og almenna námsörðugleika við hljóðun lágstafa. Frammistaða þátttakanda jókst úr 54,3% í 77,1% milli grunnskeiðs- og eftirfylgdarmælinga.

Samþykkt: 
  • 28.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35719


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif-stýrðrar-kennslu-Engelmanns-og-fimiþjálfunar-á-lestrarfærni-10-ára-drengs-með-ADD-og-almenna-námsörðugleika.-Alla og Íris..pdf1,05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20200527_145524.jpg3,34 MBLokaðurYfirlýsingJPG