Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35722
Breytingar á fjármálamörkuðum hafa verið tíðar undanfarin ár en gjarnan er talað um stafræna umbreytingu. Fjármálastofnanir keppast við að ná samkeppnisforskoti á markaði þar sem erfitt getur reynst að keppa á grundvelli kjara og innleiða því lausnir sem færa viðskiptavinum þeirra betri þjónustu, þá innleiðingarvinnu er jafnan talað um sem stafræna vegferð. Fjártækni er samnefnari fyrir þær tækni- og netlausnir sem rutt hafa sér til rúms á fjármálamörkuðum og skilgreinir þá tæknilegu nýsköpun sem þar hefur átt sér stað. Fjártæknifyrirtæki geta ógnað samkeppnisstöðu bankanna en þó er ekki fyrirséð að þau geti alfarið leyst þá af hólmi. Markmið verkefnisins er að fá innsýn í þessar breytingar og kanna hversu vel í stakk búnir íslensku bankarnir eru til að takast á við frekari breytingar. Samstarf banka og fjártæknifyrirtækja hefur færst í aukana og verður sérstök áhersla lögð á að skoða slíkt, greina núverandi stöðu, tilgang og helstu áskoranir sem fyrirtækin hafa rekist á í samstarfi. Framkvæmd var eigindleg rannsókn byggð á 11 viðtölum við annars vegar sérfræðinga úr íslensku viðskiptabönkunum þremur á sviði stafrænnar þróunar og hins vegar fulltrúa fjártæknifyrirtækja sem verið hafa í samstarfi við banka.
Niðurstöður benda til þess að meira verði um samstarf fjártæknifyrirtækja og banka í framtíðinni. Opnun bankamarkaða mun hafa mikið um það að segja. Íslenskir bankar eru nokkuð vel í stakk búnir fyrir frekari breytingar eftir að hafa gengið í gegnum lærdómsferli í upphafi stafrænnar vegferðar. Ávinningur samstarfs banka og fjártæknifyrirtækja er talinn vera ótvíræður fyrir báða aðila þar sem að fyrirtækin vega upp á móti helstu kostum og göllum hvor annars.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Samstarf banka og fjártæknifyrirtækja.pdf | 1.15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysingKJ undirrituð.jpg | 2.36 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |