Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35727
Þessi skýrsla er hluti af lokaverkefni í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Vefurinn Lifeline verður nýr samfélagsmiðill þar sem einstaklingur getur haldið nokkurs konar dagbók yfir líf sitt á einfaldan hátt. Þar getur maður skráð niður atburði úr lífi sínu sem maður vill halda utan um og/eða deila með öðrum á líflínu sína. Eins gæti maður viljað rifjað upp gamla atburði síðar, þá ætti að vera einfalt og þægilegt að fletta til baka í gegnum líflínuna. Atburðir á líflínunni geta verið utanlandsferðir, tónleikar, bíóferðir o.s.frv.. Notendur Lifeline ættu að geta skoðað sína eigin líflínu sem og líflínur þeirra einstaklinga sem þeir hafa tengst vinaböndum. Notendur ættu að geta gert athugasemdir við atburði á sínum líflínum sem og þeirra sem þeir hafa tengst vinaböndum við. Verkefnið er unnið fyrir Norðurmýri ehf.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lifeline-Lokaskýrsla.pdf | 855,76 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |