is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35731

Titill: 
 • Titill er á ensku Adverse Life Events, Autoimmune Diseases and Fibromyalgia Among Women: Findings from the SAGA Cohort in Iceland
 • Áföll, sjálfsofnæmissjúkdómar og vefjagigt meðal kvenna: Niðurstöður úr rannsókninni Áfallasaga kvenna á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Background: Autoimmune diseases (ADs) and fibromyalgia (FMS) create a major public health problem due to disabling symptoms despite treatment and high prevalence. A dose-response relationship has been indicated in recent studies between the number of adverse life events and negative effects on health. The role of adversity in the onset of AD and FMS has been suggested, however, further research is needed. The aim of this study was to investigate the associations of number of adverse life events with AD, FMS and comorbid AD and FMS and possible moderating effects of demographic factors, social support and resilience.
  Methods: The SAGA Cohort is a nationwide population-based study where all women in Iceland (18-69 years old) were invited to participate in the years 2018-2019. In this cross-sectional study, data from the SAGA cohort was utilized. Women registered in the study via a web-based questionnaire, which was focused on trauma and overall health. The data retrieved for this study included measurements of adverse life events (measured by the Life Events Checklist), ADs, FMS, demographic variables, smoking, social support and resilience. Multiple Logistic Regression analysis was conducted to test the association of adverse life events with the studied outcomes, expressed as odds ratios (OR).
  Results: A total of 31.811 Icelandic women registered to the study and 26.861 finished answering the questionnaire, 88% had been exposed to at least one adverse life event. A total of 12% had an AD, 10% had FMS and 7% had both. Strong association was found between exposure to adverse life events and AD, FMS and comorbid AD and FMS. Those exposed to 6 or more adverse life events were around 2.5 times more likely to have an AD (OR, 2.41; 95% CI, 2.08-2.79), 5 times more likely to have FMS (OR, 5.24; 95% CI, 4.49-6.11) and 10.5 times more likely to have a comorbid FMS and AD (OR, 10.29; 95% CI, 8.70-12.52) compared to women exposed to 0-1 event. Social support appears to moderate the association of adverse life with ADs, but not FMS. Moderating effects of resilience could not be observed in the above-mentioned associations.
  Conclusion: This study indicates that cumulative exposure to adverse life events is associated with higher risk of AD, FMS and comorbid AD and FMS. Moderating effects of social support were observed. Prospective longitudinal studies are needed to further uncover the underlying mechanisms of the adversity – AD and FMS, associations.

 • Bakgrunnur: Sjálfsofnæmissjúkdómar og vefjagigt skapa verulegt lýðheilsuvandamál vegna hamlandi einkenna þrátt fyrir meðferð, auk þess er algengi þessara sjúkdóma hátt. Nýlegar rannsóknir hafa gefið til kynna skammtaháð samband á milli fjölda áfalla og neikvæðra áhrifa á heilsu. Vísbendingar eru um áhrif erfiðrar lífsreynslu í tilurð sjálfsofnæmissjúkdóma og vefjagigtar en frekari rannsóknir skortir. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl fjölda áfalla við sjálfsofnæmissjúkdóma, vefjagigt og þess að vera bæði haldin sjálfofnæmissjúkdómi og vefjagigt. Einnig að kanna hugsanleg miðlunaráhrif lýðfræðilegra þátta, félagsstuðnings og seiglu.
  Aðferð: Áfallasaga kvenna er lýðgrunduð rannsókn þar sem öllum konum á Íslandi (18-69 ára) var boðin þátttaka árin 2018-2019. Í þessari þversniðrannsókn voru gögn úr Áfallasögu kvenna notuð. Konur skráðu sig í rannsóknina í gegnum rafrænan spurningalista sem beindist að áföllum og almennri heilsu. Gögnin sem fengust fyrir þessa rannsókn innihéldu mælingar á áföllum (mæld með The Life Event Checklist), sjálfsofnæmissjúkdómum, vefjagigt, lýðfræðilegum þáttum, reykingum, félagslegum stuðningi og seiglu. Margvíð lógístísk aðhvarfsgreining var framkvæmd til að meta tengsl áfalla við útkomur og voru tengslin gefin upp sem gagnlíkindahlutföll (OR).
  Niðurstöður: Samtals 31.811 íslenskar konur skráðu sig í rannsóknina og 26.861 luku við að svara spurningalistanum, 88% höfðu verið útsettar fyrir að minnsta kosti einu áfalli. Þar af voru 12% með sjálfsofnæmissjúkdóm, 10% með vefjagigt og 7% með bæði sjálfsofnæmissjúkdóm og vefjagigt. Sterkt samband var á milli áfalla við sjálfsofnæmissjúkdóma og vefjagigt. Þær sem höfðu orðið fyrir 6 eða fleiri áföllum voru um það bil 2.5 sinnum líklegri til að vera með sjálfsofnæmissjúkdóm (OR, 2.41; 95% CI, 2.08-2.79), 5 sinnum líklegri til að vera með vefjagigt (OR, 5.24; 95% CI, 4.49-6.11) og 10.5 sinnum líklegri til að hafa bæði vefjagigt og sjálfsofnæmissjúkdóm (OR, 10.29; 95% CI, 8.70-12.52) samanborið við þær sem höfðu orðið útsettar fyrir 0-1 áfalli. Félagslegur stuðningur virðist miðla sambandi áfalla við sjálfsofnæmissjúkdóma en ekki við vefjagigt. Miðlunaráhrif seiglu fundust ekki í ofangreindum samböndum.
  Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fjöldi áfalla tengist sjálfsofnæmissjúkdómum, vefjagigt og þess að vera bæði haldin sjálfsofnæmissjúkdómi og vefjagigt. Miðlunaráhrif félagsstuðnings voru til staðar. Langtímarannsóknir eru nauðsynlegar til að afhjúpa ennfremur undirliggjandi ferla milli áfalla og uppkomu sjálfsofnæmissjúkdóma og vefjagigtar.

Samþykkt: 
 • 28.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35731


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
NMK_MPH_Adverse-Life-Events-Autoimmune-Diseases-Fibromyalgia.pdf682.11 kBLokaður til...01.09.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf141.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF