Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35734
Skortur er á eftirminnilegri fræðslu um loftslagsmál sem situr nógu vel eftir hjá þeim sem miðlað er til svo þau geta gripið til áhrifaríkra aðgerða. Sýndarveruleiki býður sínum notendum upp á að upplifa og eiga við hluti en rannsóknir hafa sýnt að fólk öðlast djúpan skilning á viðfangsefni með því að læra af reynslunni. Í þessu verkefni var gerð frumgerð af gagnvirkri fræðslu um súrnun sjávar sem tók mið af framhaldsskólanemum. Þessi frumgerð leyfir notendum að upplifa það hvernig súrnun á sér stað og hvaða áhrif hún hefur á lífríki sjávar. Niðurstöður notendaprófanna á frumgerðinni leiddu í ljós að markhópurinn hafi trú á að slík fræðsla sé áhrifarík, eftirminnileg og gæti gagnast í fræðslu á flóknum málefnum líkt og loftslagsmálum.