is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35735

Titill: 
 • Edico : beiðnakerfi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hjá mörgum opinberum stofnunum fara innkaup á aðföngum þannig fram að búið er að gera samning við tiltekin fyrirtæki um að afgreiða vörur og þjónustu út frá beiðnum.
  Tilteknir starfsmenn stofnunarinnar gefa út beiðnabók.
  Þeir starfsmenn sem fá afhenta slíkar beiðnabækur hafa þá leyfi til að fara og kaupa það sem vantar með því einungis að sýna beiðnina.
  Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa galla:
  - Erfitt er að hafa yfirsýn yfir hversu mikið starfsmaður hefur keypt með beiðnabókinni.
  - Möguleiki á misferli ef beiðnabók er stolið.
  - Mikil pappírsnotkun.
  - Fyrirtæki þurfa oft að senda beiðnir með sniglapósti til stofnana svo reikningur sé borgaður.
  - Mörg skref frá því að starfsmanni vantar vöru þangað til hún hefur verið greidd.
  Verkefnið okkar felur í sér að rafvæða þetta ferli beiðnabóka með vefkerfi.
  Þetta nýja kerfi geymir allar beiðnir miðlægt. Kerfið í rafrænu formi fækkar skref til viðskipta fyrir báða aðila og auðveldlega er hægt að afturkalla vald starfsmanns til innkaupa ef grunur er um misferli.
  Einnig gefur það yfirsýn yfir kaup og notkun starfsmanna og einfaldara aðgengi að bókhaldi fyrir fljótari greiðslur.
  Verkefnið er samansett af þremur meginhlutum sem starfa allir saman til að mynda feril kerfisins.
  Hlutirnir eru eftirfarandi:
  - Vefviðmót
  - Smáforrit
  - Forritaskil

Samþykkt: 
 • 28.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35735


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notendahandbók.pdf1.77 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Rekstrarhandbók.pdf254.31 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Lokaskýrsla.pdf1.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna