is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35743

Titill: 
  • Byggðin undir hrauni : innsýn inn í horfinn heim
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Afurð verkefnisins er smáforrit sem birtir upplýsingar um byggingar sem fóru undir hraun í Heimaeyjargosinu 1973 og hvernig byggðin leit út fyrir gos. Í smáforritinu geta notendur séð staðsetningu sína á korti og húsin og göturnar undir hrauninu. Í Vestmannaeyjum er glæsilegt safn tileinkað gosinu og til eru ljósmyndir, kvikmyndir og frásagnir um gosið, og við teljum að smáforritið okkar bjóði upp á nýja leið til að sjá fyrir sér byggðina eins og hún var fyrir gos. Smáforrit er áhugaverð og aðgengileg framsetning á þessum upplýsingum og sjáum við fyrir okkur að hægt sé að taka skemmtilega göngutúra uppi á hrauninu og fræðast um byggðina undir fótum manns í leiðinni. Hægt er að ýta á hús af kortinu og sjá þá upplýsingar um það, t.d. hvenær það var byggt og hver var eigandi þess auk mynda. Við teljum að smáforritið geti höfðað til heimamanna í Vestmannaeyjum, bæði þeirra sem muna eftir byggðinni fyrir gos og vilja rifja upp gamla tíma, en ekki síður þeirra sem yngri eru og hafa heyrt allar sögurnar um gosið og séð myndir, en sáu aldrei þann horfna heim sem liggur nú undir hraunlagi. Forritið gæti einnig höfðað til ferðamanna, innlendra sem erlendra, sem vilja fræðast um þennan stórmerkilega atburð þar sem um 250 hús grófust undir hraun og líf fólks breyttist til frambúðar.

Samþykkt: 
  • 28.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35743


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskyrsla.pdf12.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna