is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35753

Titill: 
  • Líkamsástand barna og unglinga á Sauðárkróki og í Varmahlíð fyrr og nú
  • Titill er á ensku Physique of children and adolescents in Northern Iceland then and now
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga eru varðveitt fáséð og viðamikil gögn um mælingar á líkamsástandi barna og unglinga í Barna- og Gagnfræðaskóla Sauðárkróks á árunum 1912–1953 sem framkvæmdar voru af Jóni Þ. Björnssyni skólameistara. Á þessum tíma voru læknar og kennarar farnir að huga að heilsufari skólabarna í landinu og töldu að mælingar, sérstaklega á hæð og þyngd, væru mikilvægar til að fylgjast með líkamsþroska og gætu nýst til samanburðar við mælingar í öðrum landshlutum, löndum og við rannsóknir síðar meir. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna 1) hvort munur væri á líkamsástandi barna- og unglinga í 1.–10. bekk í Árskóla á Sauðárkróki og í Varmahlíðarskóla skólaárið 2018–2019 og jafnöldrum þeirra í Barna- og Gagnfræðaskóla Sauðárkróks á árunum 1912–1953; 2) hvort líkamsástand breyttist yfir tímabilið 1912–1953; og 3) hvort búseta og íþróttaiðkun hefðu áhrif á líkamsástand barna og unglinga skólaárið 2018–2019.
    Þátttakendur voru mældir tvisvar yfir skólaárið 2018–2019 og voru framkvæmdar hæðar-, þyngdar-, gripstyrks-, brjóstvíddar- og andrýmdarmælingar. Niðurstöðurnar voru bornar saman við mælingar Jóns Þ. Björnssonar á árunum 1912–1953. Alls voru 203 stúlkur og 195 piltar mæld skólaárið 2018–2019 og 475 stúlkur og 462 piltar á tímabilinu 1912–1953. Auk mælinganna svöruðu þátttakendur rannsóknarinnar 2018–2019 spurningalista um búsetu og íþróttaiðkun haustið 2018.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að börn og unglingar sem mæld voru skólaárið 2018–2019 voru marktækt hærri, þyngri og með meiri brjóstvídd og andrýmd en jafnaldrar þeirra voru á árunum 1912–1953 í 2.–10. bekk. Þegar leiðrétt var fyrir hæð og þyngd sýndu brjóstvíddar- og andrýmdarmælingar svipaðar niðurstöður og án leiðréttingar. Börn og unglingar skólaárið 2018–2019 voru með marktækt hærri líkamsþyngdarstuðul en jafnaldrar þeirra voru á árunum 1912–1953 í 2.–9. bekk. Börn og unglingar skólaárið 2018–2019 voru með marktækt minni gripstyrk en jafnaldrar þeirra voru í 2. bekk og með marktækt meiri gripstyrk en jafnaldrar þeirra voru í 6., 8. og 9. bekk. Þegar leiðrétt var fyrir hæð voru börn og unglingar í 2. og 4.–7. bekk með marktækt minni gripstyrk en jafnaldrar þeirra voru. Svipaðar niðurstöður komu í ljós þegar leiðrétt var fyrir þyngd. Þá var einnig þróun á líkamsástandi barna og unglinga yfir tímabilið 1912–1953 þar sem marktæk aukning varð í flestum mælingum nema í 2. bekk. Þyngdaraukning yfir tímabilið var þó aðeins í 5.–9. bekk og hækkun á líkamsþyngdarstuðli aðeins í 7. og 8. bekk. Niðurstöður frá tímabilinu 2018–2019 sýndu að í flestum tilvikum var ekki marktækur munur á líkamsástandi barna og unglinga eftir búsetu eða íþróttaiðkun.
    Marktæka aukningu á hæð, þyngd, brjóstvídd og andrýmd barna og unglinga skólaárið 2018–2019 samanborið við jafnaldra þeirra tímabilið 1912–1953 má hugsanlega rekja til bættra lífsgæða svo sem betri húsakosts og aukins framboðs af matvöru. Minni gripstyrk barna og unglinga skólaárið 2018–2019 má sömuleiðis hugsanlega rekja til þess að þau vinna síður erfiðisvinnu og eru í meiri kyrrsetu vegna aukinnar tækniþróunar.

  • Útdráttur er á ensku

    At the Regional Archives of Skagafjörður, rare and extensive data about the physique of children and adolescents in Sauðárkrókur in 1912–1953 that was measured by Jón Þ. Björnsson, principal of the elementary school there, is preserved. At that time, doctors and teachers began to consider the health of children in the country and believed that measurements, especially height and weight, were important to monitor physical development and that it could be used for comparison with measurements in other parts of the country, other countries, and for later research. The main objective of this study is to observe: 1) whether there is a difference in the physique of children and adolescents in grades 1–10 (6–15 years old), in the elementary school of Sauðárkrókur and the elementary school of Varmahlíð in 2018–2019 and their peers in Sauðárkrókur in 1912–1953; 2) examining whether the physique changes over the period 1912–1953; and 3) to observe whether residence and sports affected the physique.
    Participants were measured twice over the academic year 2018–2019, their height, weight, grip strength, thorax expansion and tidal volume were all measured. The results were compared with the measurements from 1912–1953. In total, 203 girls and 195 boys were measured during the academic year 2018–2019 and 475 girls and 462 boys during 1912–1953. In addition, the participants of the 2018– 2019 study answered questions about residence and sports in the fall of 2018.
    The main results in the study show that children and adolescents in 2018–2019 are significantly taller, heavier, and have more thorax expansion and tidal volume than their peers in 1912–1953 in grades 2–10. When the height and weight was adjusted, the thorax expansion and tidal volume measurements showed similar results and without the adjustment. Children and adolescents in the academic year 2018–2019 have a significantly higher body mass index than their peers had in the years 1912–1953 in grades 2–9. Children and adolescents in the academic year 2018–2019 had significantly lower grip strength than their peers had in grade 2 and significantly higher grip strength than their peers had in grades 6, 8 and 9. When the height was adjusted, children and adolescents in grades 2 and 4–7 had significantly lower gripstrenght than their peers in 1912–1953. Similar results were found when the weight was adjusted. Also, the result show a development in physique over the years 1912–1953, with a significant increase in most measurements except in grade 2. However, weight gain over the years was only significant in grades 5–9 grade and increase in body mass index in grades 7–8. Results from the academic year 2018-2019 showed that in most cases there was no significant difference in the physique of children and adolescents by residence or sport.
    A significant increase in height, weight, thorax expansion and tidal volume in children and adolescents during the academic year 2018–2019 compared to their peers over the period 1912–1953 may be attributed to improved quality of life such as better housing and increased food supply. Likewise, the reduced grip strenght of children and adolescents during the academic year 2018–2019 may also be attributed to the fact that they work less and are more sedentary due to increased technological developments.

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður Félags íslenskra sjúkraþjálfara og Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands styrktu rannsóknina
Samþykkt: 
  • 29.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35753


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LBV_MSritgerð2020.pdf8,76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_LBV.pdf632,26 kBLokaðurYfirlýsingPDF