is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35768

Titill: 
 • Góðir hlutir gerast hægt: Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarkunnáttu 11 ára drengs með einhverfu og AMO
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lestur eykur orðaforða, tilfinningu fyrir málinu og stuðlar að því að fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Mikilvægt er að skólar hlúi að nemendum með lestrarörðugleika með viðeigandi inngripi svo þeir dragist ekki aftur úr. Dæmi um viðeigandi inngrip sem reynst hefur vel er sambland af stýrðri kennslu Engelmanns og fimiþjálfun, sem báðar teljast til raunprófaðra kennsluaðferða. Stýrð kennsla byggist á þeirri hugmyndafræði að allir geti lært með skýrum leiðbeiningum. Kennarar fylgja yfirgripsmiklu handriti með dæmum um verkefni sem skipt er niður í lítil skref en þau stýra framvindu kennslunnar. Áhersla er lögð á hrós, rétta leiðréttingu svara og sýnikennslu. Fimiþjálfun byggist á því að ná fram fimi nemenda í ákveðnum verkefnum, eða að svörun þeirra verði áreynslulaus, hröð og nákvæm. Aðferðin getur bæði reynst sem kennslu- og matstæki á framvindu kennslunnar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áframhaldandi áhrif stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar á lestrargetu 11 ára drengs með einhverfu og athyglisbrest með ofvirkni. Niðurstöður sýndu fram á aukna færni þátttakanda í að þekkja og hljóða lágstafi. Fyrir þetta kennslutímabil þekkti hann 7 stafi en undir lok þess þekkti hann 22. Bendir þetta til þess að aðferðirnar stýrð kennsla og fimiþjálfun skili árangri.
  Efnisorð:
  Sálfræði
  Börn
  Lestur
  Kennsluaðferðir
  Sérkennsla
  Gagnreynd kennsla
  Stýrð kennsla Engelmanns
  Fimiþjálfun
  Aukin færni

Samþykkt: 
 • 2.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35768


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Góðir hlutir gerast hægt.pdf499.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir skemmuna.pdf277.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF