is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35770

Titill: 
  • Ketónblóðsýring og flæðispennudá á Landspítala 2000-2019
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Sykursýki er langvinnur efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af insúlínskorti, insúlínvið-námi eða hvoru tveggja sem leiðir blóðsykurhækkunnar. Ketónblóðsýring (DKA) og flæðispennudá (HHS) eru bráðir og lífshættulegir fylgikvillar sykursýki og orsakast af algjörum (DKA) eða hlutfallslegum (HHS) insúlínskorti ásamt mismikilli hækkun mótvægishormóna. Ýmsir þættir geta ýtt undir DKA og HHS, einkum sýkingar og slæm meðferðarheldni. Erlendar faraldsfræðirannsóknir staðfesta breytileika í nýgengi og algengi DKA og HHS en faraldsfræði DKA og HHS á Íslandi er óljós.
    Markmið: Að kanna tíðni innlagna vegna DKA og HHS á Landspítala (LSH) á árunum 2000-2019 í tengslum við aldur, kyn, búsetu, lyfjameðferð, tegund sykursýki, nýgreiningu sykursýki, lengd innlagnar og hvort sömu sjúklingar voru ítrekað að lenda í DKA eða HHS. Þá var gert að kanna fyrstu mælingar innlagðra vegna DKA og HHS.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Listi sjúklinga með ICD-10 greiningar E10-E14 (.0, .1) á árunum 2000-2019 fékkst með aðstoð heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar. Að gefnu leyfi Vísindarannsóknanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala og Siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala voru upplýsingar um sjúklinga og meðferð þeirra fengnar úr sjúkragögnum.
    Niðurstöður: Alls voru 408 innlagnir 245 sjúklinga (143 karlar, 103 konur) vegna DKA og 21 innlögn 16 sjúklinga (12 karlar, 4 konur) vegna HHS. Að meðaltali voru 20,5 tilfelli DKA meðal 12,3 sjúklinga á ári og 1,1 tilfelli HHS meðal 0,8 sjúklinga á ári. Hlutfall innlagna karla (52,0%) og kvenna (48,0%) var svipað vegna DKA. Karlar voru í meirihluta innlagna vegna HHS (71,4%). Meðal tilfella DKA voru 83,1% sjúklinga með SS1 og 71,4% með SS2 meðal tilfella HHS. Nýgreind sykursýki við innlögn vegna DKA 23,5% tilfella. Algengasta aldursbil innlagðra vegna DKA var 11-15 ára (17,9%) og 61-65 ára vegna HHS (28,6%). Sjúklingar lögðist inn á gjörgæslu í 48,7% tilfella. Meðalaukning tilfella DKA 2008-2019 var 10,6%. 0-4 tilfelli HHS voru á ári 2008-2019. Meðallegulengd yfir tímabilið var 4,3 dagar. Meðaltal HbA1c meðal tilfella DKA (10,4%) og HHS (10,0%) var hærra en meðaltal HbA1c á göngu-deild sykursjúkra 2015-2020 (8,4%).
    Ályktun: Aukning var á fjölda tilfella DKA 2008-2019. Engin marktæk breyting sást í fjölda innlagna vegna HHS 2008-19. Eins og erlendar rannsóknir hafa sýnt virtust konur líklegri til að lenda endurtekið í DKA og voru að meðaltali yngri en karlar. Meðallegulengd hækkaði yfir tímabilið, gagnstætt erlendum rannsóknum. Verri sykurstjórn (hátt HbA1c) var sjáanleg meðal innlagðra í samanburði við meðaltal af göngudeild sykursjúkra. Helsti veikleiki rannsóknarinnar var mögulegur skortur á gögnum 2000-2007. Mikilvægt er að koma af stað íslenskri þjóðskráningu um sykursýki líkt og á öllum Norðurlöndum til að fá betri yfirsýn yfir sykursjúka á Íslandi, geta metið hvaða undirhópar virðast útsetnari fyrir fylgikvillum og skapa aðgengilegri grunn fyrir faraldsfræðirannsóknir sykursýki á Íslandi í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 2.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
johannesO_BSritgerd.pdf3.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf339.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF