is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35771

Titill: 
  • Líkamleg færni eldra fólks og hreyfisaga þeirra á lífsleiðinni
  • Titill er á ensku Physical function in older adults and their lifetime history of physical activity
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Rannsóknir benda til þess að regluleg hreyfing á miðjum aldri hafi tengsl við betri líkamlega færni á efri árum.
    Markmið: Að rannsaka hvernig líkamleg færni eldri einstaklinga, í formi grunnhreyfifærni og byltna á síðasta ári, tengjast hreyfisögu þeirra á lífsleiðinni.
    Aðferðir: Rannsóknin er þversniðsrannsókn, byggð á slembiúrtaki 175 þátttakenda, búsettum í heimahúsum í þéttbýli (n=105) eða dreifbýli (n=70) á Norðurlandi. Aldursdreifing þáttakenda var frá 65 ára til 92 ára og 100 karlar og 75 konur tóku þátt. Gagna var aflað á árunum 2017-2018 með viðtölum og beinum mælingum. Hreyfisaga þátttakenda byggir á sjálfsmati á tíðni miðlungs erfiðrar eða erfiðrar líkamlegrar hreyfingar á unglingsárum, ung fullorðinsárum, á miðjum aldri og á efri árum. Til að áætla heildarmagn hreyfingar á lífsleiðinni var hreyfisaga á öllum æviskeiðunum lögð saman. Grunnhreyfifærni var lýst með tveimur breytum; Tímamælt upp og gakk (TUG) og TUG á ≥12 sekúndum. Byltum var lýst með tveimur breytum; bylta á síðasta ári (≥1 bylta) og endurteknar byltur á síðasta ári (≥2 byltur).
    Niðurstöður: Dreifbýlisbúar höfðu meiri hreyfisögu á öllum æviskeiðum (p=<0,001-0,004) og sögu um fleiri byltur en þéttbýlisbúar (p<0,001). Auknar líkur á því að hafa dottið að minnsta kosti einu sinni, tengdust meiri hreyfisögu á unglingsárum (p=0,038), meiri hreyfisögu á ung fullorðinsárum (p=0,021) og búsetu í dreifbýli (p<0,001). Auknar líkur á endurteknum byltum tengdust meiri samanlagðri hreyfisögu (p=0,011), búsetu í dreifbýli (p<0,001) og körlum (p=0,049). Meiri hreyfisaga á efri árum tengdist betri grunnhreyfifærni (p=0,033).
    Ályktun: Niðurstöðurnar hvetja til frekari rannsókna á langtímaáhrifum hreyfingar á lífsleiðinni. Þær geta jafnframt nýst til fræðslu og ráðlegginga um reglulega hreyfingu í daglegu lífi, sér í lagi meðal fólks á miðjum aldri og á efri árum.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Studies indicate that regular exercise in middle age is connected to better physical function in older age.
    Objective: To investigate how physical function in older adults, in the form of physical mobility and falls in the past year, relates to their lifetime history of physical activity.
    Methods: The study is a cross-sectional study, based on a random sample of 175 participants, living in their own homes in urban (n = 105) or rural (n = 70) areas in Northern Iceland. The age distribution of participants ranged from 65 to 92 years old, and the gender distribution was 100 men and 75 women. Data was collected in the years 2017-2018 with interviews and direct measurements. The participant‘s history of physical activity was based on self-assessment of the volume of moderate or vigorous physical activity in adolescence, young adulthood, middle age and old age. To determine the total volume of physical activity, a summary of physical activity during each period was compiled. Physical mobility was described with Timed Up and Go (TUG) and TUG in ≥12 seconds. Falls were described with a fall in the past year (≥1 fall) and recurring falls in the past year (≥2 falls).
    Results: People in rural areas had greater history of physical activity in all periods in life (p=<0.001-0.004) and had fallen more often than urban people (p<0.001). Increased likelihood of having fallen at least once was associated with a greater history of physical activity in adolescence (p=0.038), in young adulthood (p=0.021) and rural living (p<0.001). Increased likelihood of recurrent falls was associated with higher cumulative history of physical activity (p=0.011), rural living (p<0.001) and being male (p=0.049). Greater history of physical activity in old age was associated with better physical mobility (p=0.033).
    Conclusions: The results encourage further research of long-term effect of lifetime history of physical activity. The results are also useful for education and advice on regular exercise in daily life, especially among middle-aged and older adults.

Samþykkt: 
  • 2.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - Lára Einarsdóttir.pdf2,58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Lára Einarsdóttir.pdf433,53 kBLokaðurYfirlýsingPDF