is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35772

Titill: 
  • Þjálfunarnámskeið fyrir foreldra barna með ADHD: Viðbótaráhrif viðtala um daglegar rútínur á svefnvanda
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Stór hluti barna með ADHD upplifir svefnvanda sem getur haft neikvæð áhrif á virkni þeirra yfir daginn. Skortur á rútínum í tengslum við háttatíma er meðal annars talinn tengjast auknum mótþróa á háttatíma, erfiðleikum við að falla í svefn, næturvöknun og ónógum heildartíma svefns. Foreldraþjálfun er gagnreynd meðferð við ADHD en virðist aðeins hafa minniháttar áhrif á svefnvanda barna með ADHD. Því gæti inngrip þar sem foreldrar fá aðstoð við að bæta rútínur á háttatíma gagnast sem viðbót við foreldraþjálfun til að meðhöndla betur svefnvanda barna með ADHD. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort foreldraviðtöl um rútínur samhliða foreldraþjálfun leiddi til betri árangurs í tengslum við svefnvanda barna með ADHD en foreldraþjálfunin ein og sér. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 41 foreldri barna sem voru greind með ADHD, þar af voru 23 drengir og 18 stúlkur. Lagðir voru fyrir spurningalistar um rútínur og svefnvanda barnanna fyrir og eftir meðferð. Foreldrar mættu á foreldranámskeið í sex vikulega tíma, auk þess sem tilraunahópur fékk viðtal um rútínur á heimilinu. Niðurstöður bentu til þess að eftir inngrip væri aukning í heildarskori á rútínukvarðanum og daglegum rútínum hjá báðum rannsóknarhópum. Einnig kom fram aukning í heildarskori á spurningalista um svefnvenjur og mótþróa á háttatíma. Þessar niðurstöður eru í ósamræmi við fyrri rannsóknir og má líklega skýra að miklu leyti út frá fordæmalausum aðstæðum í samfélaginu á þeim tíma sem rannsóknin var gerð vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þörf er á endurtekningu rannsóknarinnar við eðlilegar aðstæður í samfélaginu.

  • Útdráttur er á ensku

    Many children with ADHD experience sleep problems that can negatively affect their daily functioning. A lack of bedtime routine has been connected to an increase in bedtime resistance, difficulties with falling asleep, night wakenings, and insufficient sleep duration. Behavioral management training is an evidence based treatment for ADHD but seems to have limited effects on the sleep problems that children with ADHD experience. Therefore, an intervention where parents get assistance to increase their child‘s routines might be a good addition to parent management training, in order to treat sleep problems in children with ADHD. This study conducts an experiment where interviews about children‘s routines are added to parent management training, with the goal of improving the sleep problems experienced by children with ADHD. The objective of this study was to test whether adding such interviews would improve the sleep problems to a higher degree than parent management training on its own. Participants were 41 parents of children diagnosed with ADHD, of which there were 23 boys and 18 girls. Parents answered questionnaires about their childrens routines and sleep problems before and after the intervention. Parents partook in a 6 week parent management training course, and parents in the experimental group got additional interviews about their child‘s routines. Results indicated an increase in routines overall and daily routines in both the experimental and comparison group. There was also an increase in childrens sleep problems overall and bedtime resistance. These results are inconsistent with previous reasearch and are probably mainly due to theunprecedented situation in the society becuase of the COVID-19 panademic that began in Iceland at the time of this research. The study needs to be repeated at a time when circumstances in the society are normal.

Samþykkt: 
  • 2.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arndís-Sverrisdóttir.pdf825.06 kBLokaður til...01.05.2120HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf205.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF