is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35785

Titill: 
  • Náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum: Sýn kennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að auka skilning á viðhorfum og væntingum grunnskólakennara til náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum og viðfangsefna þeirra. Rannsóknin var byggð upp á sjö viðtölum við kennara á unglingastigi grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu sem hafa reynslu af samstarfi við náms- og starfsráðgjafa í starfi sínu. Helstu niðurstöður sýna að viðhorf til náms- og starfsráðgjafa er almennt mjög jákvætt og voru þeir jafnan í miklum metum hjá kennurunum. Þeir hafa einnig miklar væntingar til samstarfs síns við náms- og starfsráðgjafa og sterkar skoðanir á framlagi náms- og starfsráðgjafans til skólastarfsins. Persónuleg ráðgjöf er talin mikilvægasta verkefni náms- og starfsráðgjafa og því næst ráðgjöf um nám og störf. Persónuleg málefni voru ennfremur algengasta ástæðan sem kennarar nefndu fyrir því að vísa nemendum til náms- og starfsráðgjafa eða óska eftir aðkomu náms- og starfsráðgjafa að máli tiltekinna nemenda. Þrátt fyrir það virtust þeir vera meðvitaðir um það að persónuleg ráðgjöf tæki alltof mikið af tíma náms- og starfsráðgjafans og að hún væri oft orðin þess eðlis að náms- og starfsráðgjafinn væri kominn í hlutverk sálfræðings. Viðhorf grunnskólakennara til náms- og starfsráðgjafa hafa ekki verið könnuð hér á landi áður og því er um nýjar og mikilvægar upplýsingar að ræða. Rannsóknin og niðurstöður hennar hafa gildi fyrir náms- og starfsráðgjafa sem starfa á eða hyggjast starfa á grunnskólastigi, en ekki síður fyrir skólastjórnendur, fagfélag náms- og starfsráðgjafa og þá opinberu aðila sem koma að því að móta skólastarf og starfslýsingu fyrir náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum landsins.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to cast some light on expectations of compulsory school teachers towards career and guidance counselors and their role. The study is based on seven interviews with teachers in grades 8-10 in different compulsory schools within the metropolitan area. All participants had experience of working with a licenced guidance counselor as. The main results showed that teachers’ views and attitudes towards guidance counselors were generally very positive and guidance counselors were held in high regard. Teachers expected good collaboration with the guidance counselor and considered their role important. They also had strong opinions about the guidance counselor’s contribution to the school. Personal counseling was considered as being the most important part of a guidance counselors job, followed by career guidance. Personal problems of students were the most common reason mentioned for teachers to refer students to the guidance counselor or ask the guidance counselor to see a student. Even so, teachers were concerned that personal issues were taking up too much of the guidance counselors time and that at times the guidance counselor is going too far into the role of a psychologist. The views and perceptions of compulsory school teachers towards guidance counselors have not been researched previously in Iceland and therefore the current study gives both new and important information. The study and its results have value for guidance counselors working at the compulsory school level, as well as for school administrators, the professional association of guidance counselors and others that have to do with formulating the role and job desctiption for guidance counselors at the compulsory school level.

Samþykkt: 
  • 2.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_KristjanaThrastardottir_Syn_kennara_a_nsr.pdf609.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf58.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF