is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35787

Titill: 
 • Sviðsmyndagreining og framtíðarsýn fjármálafyrirtækja
 • Titill er á ensku Scenario planning and the Future of Finance
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Þessi M.S. ritgerð fjallar um hlutverk sviðsmyndagreiningar (e. scenarios) í stefnumiðaðri stjórnun hjá fjármálafyrirtækjum. Sviðsmyndagreining dregur upp mynd af mögulegri framtíð fyrirtækja og umhverfi þess í síbreytilegu samhengi við markaðsumhverfið. Sviðsmyndagreining hjálpar okkur að takast á við óvissu í umhverfinu og gerir okkur kleift að undirbúa okkur fyrir það óvænta. Sviðsmyndagreining hjálpar okkur þannig að taka ákvarðanir og undirbúa okkur fyrir framtíðina. Þessi greining er söguleg greining með stefnumótun og sýnaraðferð á íslenska fjármálamarkaðnum spannar þrjá áratugi þar sem nútíðin er tenging á milli fortíðar og framtíðar. Þættir sem kannaðir verða snúa að fjórum megin sviðum, stjórnun og stefnumótun, tækni og nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi og útrás.
  Ritgerðin fjallar almennt um sögu og útrásarstefnu íslenskra fjármálafyrirtækja í gegnum tíðina og þá helstu ástæður að baki velgengni þeirra hér innanlands og erlendis á liðnum árum. Í ritgerðinni er tekin fyrir reynslusaga Bakkavarar, reynt er að skýra grunnþætti árangurs hjá þeim og þann skilning sem þarf að vera til staðar svo að hægt sé að skapa sviðsmyndir innan fyrirtækja. Í ritgerðinni er horft lengra en til nánustu framtíðar í fjármálaþróun. Ritgerðin er stefnumótandi plagg fyrir stjórnendur fjármálafyrirtækja og byggir á fræðilegum grunni í stefnumiðaðri stjórnun.
  Helstu niðurstöður eru þær að það er mikilvægt að móta sér stefnu og framtíðarsýn. En það er hins vegar enginn einn afgerandi áhrifavaldur sem getur útskýrt velgengni og góða stefnu. Það eru t.d. margir samverkandi þættir sem skýra góðan árangur Bakkavarar. Í fyrsta lagi hversu vel fyrirtækinu og stjórnendum þess hefur gengið að læra af reynslu og samskiptum við samstarfsaðila sína. Í öðru lagi hversu vel þeim hefur tekist að læra af þeim mörkuðum (lært af notkun) sem þeir hafa starfað á og í þriðja lagi rík áhersla þeirra á vöruþróun. En ekki má gleyma hlutverki fjármagnsins. En þannig verður þetta eiginlega tvíþætt útrás, framleiðslu- og fjármálafyrirtækis.

 • Útdráttur er á ensku

  This M.S. dissertation discusses the role of scenarios in strategic management at financial companies. Scenarios provide a picture of possible future developments for companies and their environment in the constantly changing context of their market environment. Scenarios help us tackle uncertainty in the environment and enable us to prepare for the unexpected. Scenarios, therefore, facilitate decision making and prepare us for the future. This is a historical analysis using strategic planning and scenarios of the Icelandic financial market spanning three decades, where the present links the past and future. Factors in four main areas will be examined: Management and strategic planning, technology and innovation, entrepreneurship, and expansion.
  The dissertation discusses in general terms the history and expansion strategy of Icelandic financial companies in a historical perspective and the main reasons behind their success in Iceland and abroad in recent years. The dissertation takes the example of Bakkavör, attempts to explain the basic reasons for its success and the perceptions that need to exist in order to create scenarios within the company. The dissertation looks beyond immediate financial trends. The dissertation represents a paper in strategic planning for the management of financial companies and has a theoretical basis in strategic management.
  The main conclusions are that it is important to form a strategy and future vision. However, there is no single factor that determines success or good strategy. There are, however, many interrelated factors behind the success of Bakkavör. Firstly, how well the company has learned from experience and interaction with its partners. Secondly, how well the company has learned from the markets on which it operates, and thirdly the keen focus the company has placed on product development. However, the role of financing should not be forgotten. This actually makes international expansion dual, i.e. expansion by production and financial companies.

Samþykkt: 
 • 2.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35787


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Örn_Valdimarsson_lokaskil_vor_2005.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna 2005.pdf356.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF