is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35788

Titill: 
  • Samanburður á sumar- og vetrarfæðu íslenskra eyrugla (Asio otus)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Eyrugla (Asio otus) er nýr varpfugl á Íslandi og bætist þar með í hóp fárra tegunda rándýra á meðal íslenskra landhryggdýra. Helsta fæða eyruglunnar í Evrópu eru nagdýr sem finnast ekki á Íslandi, stúfmýs (Microtus spp. og Myodus spp.). Lagt var upp með þá megin spurningu hvort eyruglan á Íslandi sé sérhæfð á hagamýs (Apodemus sylvaticus), sem er aðgengilegasta nagdýrið á Íslandi, eða hvort hún skipti um fæðu á sumrin þegar hingað flykkjast fuglar í þúsundatali. Einnig var skoðuð þyngd músa í ælum og athugað hvort lágmarksfjöldi músa í ælum væri líklegur til að endurspegla raunverulegan fjölda. Þetta var gert með því að bera saman lengd kjálka og upphandleggsbeina í hverri ælu. Að lokum var skoðað hvaða aðferð væri hentugust til að meta fjölda bráðar í sýni. Með þeirri aðferð sem var talin álitlegust kom í ljós að á veturna eru hagamýs 85% fæðunnar og spörfuglar 15% miðað við fjölda einstaklinga. Á sumrin snýst dæmið við og 84% fæðunnar eru spörfuglar og 16% hagamýs. Hlutur fugla jókst aðeins þegar mikilvægi fæðu var metið útfrá lífmassa bráðar. Þær mýs sem hægt var að reikna út áætlaða þyngd á skv. lengd kjálkabeina reyndust á bilinu 10-20g. Niðurstöðurnar benda til þess að eyruglur á Íslandi séu alætur fremur en sérhæfðar nagdýraætur líkt og víða erlendis.

  • Útdráttur er á ensku

    The long-eared owl (Asio otus) is a new breeding species in Iceland. Therefore we need to observe how it adapts to environmental conditions that are different from most of it‘s breeding range. We specially look at choice of prey since the main prey of the long-eared owl in Europe are Microtus spp. and Myodus spp. neither of those rodents live in Iceland. Are long-eared owls in Iceland specialists on the wood mouse (Apodemus sylvaticus), which is the most accessible small rodent in Iceland, or does the long-eared owl choose different prey when situation changes in Iceland during spring with high densities of birds. The weight of mice in the food was also calculated using extrapolation from jaw bones. It was also estimated whether minimum number of mice in a pellet were likely to reflect the real number by correlating the lengths of mandibles and humerus bones in each pellet. Finally it was speculated how to estimate number of individual prey in a food sample. Using the preferred method wood mice were 85% of the winter food and 15% were passerine birds. In summer, however, the food selection changed with 84% of the prey to be passerine birds and 16% wood mice. The estimated live weight of they prey mice were between 10-20g. The results suggest that long-eared owls in Iceland can be considered generalists rather than specialists.

Samþykkt: 
  • 2.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35788


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_2020_Johann_1.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan_johannf_202006020177_001.pdf52.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF