is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35790

Titill: 
 • Stuðlað að heilsu eftir meðgöngusykursýki. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Útdráttur: 
 • Tíðni meðgöngusykursýki (MGS) fer hækkandi í heiminum og þar er Ísland engin undantekning. Tíðnin helst í hendur við hækkandi aldur mæðra, vaxandi offitu í heiminum og aukna tíðni sykursýki týpu tvö (SS2). MGS er einn af áhættuþáttum í því að þróa með sér SS2. MGS hefur langtímaáhrif á móður og börn hennar og hætta á að vítahringur lífsstílssjúkdóma skapist fyrir komandi kynslóðir. Mikilvægt er því að ljósmæður veiti þessum konum góða fræðslu og eftirfylgni til að rjúfa þennan vítahring en margt er hægt að gera til að sporna við því.
  Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: hver er ávinningur eftirfylgnar eftir fæðingu hjá konum sem greinast hafa með MGS? Hvernig er best að haga eftirfylgninni til að hún beri sem bestan árangur? Hvaða þjónusta og eftirfylgni er í boði á Íslandi fyrir þann hóp kvenna sem greinast með MGS? Fræðilegra heimilda var leitað í gagnasöfnunum PubMed og SCOPUS. Í heildina voru notaðar 25 ritrýndar fræðigreinar, klínískar leiðbeiningar og heimildir frá opinberum stofnunum. Til að fá upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er á Íslandi fyrir þennan hóp var svo tölvupóstur sendur á helstu stofnanir á Íslandi sem sinna þessum hópi kvenna og spurt hvernig eftirfylgni er háttað hjá þeim. 12 af 23 stofnunum svöruðu.
  Niðurstöður fræðilegu samantektarinnar leiddu í ljós að þeir þættir sem helst hafa jákvæð áhrif á eftirfylgni eru ef hún hefst innan við sex mánuði frá fæðingu barns og stendur í að minnsta kosti eitt ár og að fram fari einstaklingsmiðuð fræðsla um mataræði og hreyfingu af heilbrigðisstarfsmanni. Taka þarf mið af núverandi mataræði konunnar og benda á það sem betur má fara og einnig þarf að fara fram mikil hvatning til að kona viðhaldi hreyfingu og lífsstílsbreytingin verði til langs tíma. Könnun sem gerð var á eftirfylgni á Íslandi sýndi að mjög breytileg þjónusta er í boði eftir heilsugæslum og oft á tíðum einnig breytileg þjónusta eftir því hvaða einstaklingur veitir hana en þess skal getið að svarhlutfall var einungis var 52%.
  Ekki hefur stöðluð eftirfylgni farið fram á Íslandi fyrir konur með sögu um MGS. Ákjósanlegast væri ef ljósmæður hefðu kost á að sinna eftirfylgni eftir fæðingu fyrir þennan hóp og veita þeim fræðslu, aðhald og hvatningu til lífsstílsbreytinga. Þannig gætu ljósmæður lagt sitt af mörkum og minnkað líkur á MGS á seinni meðgöngum ásamt því að draga úr líkum á að konur þrói með sér SS2 og hjarta- og æðasjúkdóma seinna meir ásamt því að minnka líkur á lífsstílssjúkdómum hjá afkomendum þessara kvenna.
  Lykilhugtök: ljósmóðir, meðgöngusykursýki, tími eftir fæðingu, eftirfylgni, hreyfing.

 • Útdráttur er á ensku

  The incidence of Gestational Diabetes Mellitus (GDM) is increasing in Iceland, as in other countries around the world. This increase has coincided with increased maternal age, increased levels of obesity in the world and an increase in type 2 diabetes (DM2). Having GDM is also a risk factor in the development of DM2. GDM has a long-term impact on mothers and their children and there is an increased risk of a generational impact through a vicious cycle of poor lifestyle choices. It is important that midwives provide effective education and support to break this cycle as there are various ways to prevent this development.
  This literature review research project aims to answer the following questions: what are the benefits of enhanced support to mothers, who have been diagnosed with GDM, after giving birth? How should this support be delivered to maximise the benefit? What service and support is currently being offered in Iceland to women who are diagnosed with GDM? Bibliographic searches were carried out on the PubMed and SCOPUS databases. A total of 25 peer-reviewed articles were reviewed and referenced along with clinical guidelines and resources made available by public authorities in Iceland. An email request was sent to all relevant organisations in Iceland regarding the services currently being offered for this group and the support provided. Responses were received from 12 out of 23 clinics contacted.
  The research carried out for this literature review indicates that two factors are key to successful support after birth: if the support programme started within six months of giving birth and continued for at least one year; and if a health professional provided bespoke education on balanced diet and exercise. It is important that the support programme includes an appraisal of the mother‘s diet to identify possible dietary improvements, along with consistent encouragement to maintain increased exercise levels to ensure that the lifestyle choices are sustained longer term. Research carried out on support provided to women with GDM in Iceland has shown that the support provided by health centres and GP practices varies considerably and that it can also vary within centres depending on the individual staff members providing the service. However, it should be noted that the response rate was only 52%.

Samþykkt: 
 • 2.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35790


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stuðlað-að-heilsu-eftir-meðgöngusykursýki-Heiðrún Sigurðardóttir.pdf359.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LANDSBOKASAFN-ISLANDS.pdf246.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF