en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35792

Title: 
  • The effect of Mindfulness-Based Cognitive Therapy on cognitive reactivity in formerly depressed individuals: A randomized controlled trial
  • Title is in Icelandic Áhrif núvitundarmiðaðrar hugrænnar meðferðar á hugnæmi hjá fólki með sögu um þunglyndi: Slembivals rannsókn
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Mindfulness-Based Cognitive Therapy (MBCT) was designed to reduce relapse in formerly depressed individuals and has proven effective in reducing relapse in people with three or more depressive episodes. Cognitive reactivity is associated with depression recurrence and is defined as mood linked reactivity of negative cognitive patterns and processing. Cognitive reactivity is usually measured with changes in scores on the Dysfunctional Attitudes Scale (DAS) following sad mood-induction or the self-report questionnaire Leiden Index of Depression Sensitivity-Revised (LEIDS-R). The aim of the present study was to investigate the effect of MBCT on cognitive reactivity in formerly depressed individuals and to examine whether MBCT reduces symptoms of anxiety and depression in a randomized controlled trial that is still ongoing. Participants were randomly assigned to either an eight-week long MBCT (n = 33) or a waitlist (n = 36), for eight weeks. Anxiety and depressive symptoms and cognitive reactivity, measured with self-report and mood-induction procedure, were assessed pre and post treatment or waiting. MBCT resulted in reduction in symptoms of depression and anxiety at post treatment with no changes observed at post-assessment in the waitlist group. No changes were observed in the groups in self-reported cognitive reactivity (LEIDS-R). When measured with the mood-induction procedure, cognitive reactivity was only evident in the waitlist group at pre-assessment but in neither of the groups at post-assessment. However, MBCT resulted in a significant reduction in levels of dysfunctional attitudes between assessment points with no changes in dysfunctional attitudes being observed in the waitlist group. The results suggest that MBCT is effective in reducing symptoms of depression and anxiety and changes content of negative attitudes but has no influence on mood-linked reactivity of such attitudes.

  • Abstract is in Icelandic

    Núvitundarmiðuð hugræn meðferð dregur úr bakslagi hjá fólki með sögu um endurtekið þunglyndi og hefur meðferðin sýnt góðan árangur hjá fólki með þrjár eða fleiri fyrri geðlægðarlotur. Hugnæmi er neikvætt hugsanamynstur og hugræn ferli sem virkjast í depurð og tengist aukinni hættu á bakslagi í þunglyndi. Hugnæmi er oftast metið með spurningalistanum Leiden Index of Depression Sensitivity-Revised (LEIDS-R) eða með því að vekja upp depurð í tilraunaaðstæðum og skoða breytingar í óhjálplegum neikvæðum viðhorfum í kjölfarið. Markmið þessar slembistýrðu rannsóknar, sem enn er yfirstandandi, var að kanna áhrif núvitundarmiðaðrar hugrænnar meðferðar á hugnæmi hjá fólki með sögu um þrjár eða fleiri geðlægðarlotur, sem náð hefur bata eftir síðustu lotu. Annað markmið var að skoða áhrif meðferðarinnar á einkenni kvíða og þunglyndis. Þátttakendum var skipt með tilviljunaraðferð í meðferðar- (n = 33) og biðlistahóp (n = 36). Hugnæmi, metið með sjálfsmati og tilraunaverkefni, ásamt einkennum þunglyndis og kvíða, var mælt fyrir og eftir meðferð eða biðtíma, sem var 8 vikur. Þunglyndis- og kvíðaeinkenni minnkuðu í kjölfar meðferðar hjá meðferðarhópnum en engar breytingar urðu hjá biðlistahópnum. Enginn munur var á hópunum þegar hugnæmi var metið með sjálfsmati, fyrir né eftir meðferð/bið. Hugnæmi metið með tilraunaverkefni, var aðeins til staðar í biðlistahópnum fyrir meðferð en í hvorugum hópnum eftir meðferð/bið. Á tímabilinu, dró hins vegar úr óhjálplegum neikvæðum viðhorfum í meðferðarhópnum en ekki biðlistahópnum. Þessar niðurstöður benda til að hugræn núvitundarmeðferð dragi úr einkennum þunglyndis og kvíða, ásamt því að leiða til breytinga í óhjálplegum neikvæðum viðhorfum en að meðferðin hafi ekki áhrif á virkjun slíkra viðhorfa.

Accepted: 
  • Jun 2, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35792


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
The effect of Mindfulness-Based Cognitive Therapy on cognitive reactivity in formerly depressed individuals. A randomized controlled trial.pdf756.66 kBLocked Until...2030/06/27Complete TextPDF
Yfirlýsing.pdf866.5 kBLockedDeclaration of AccessPDF