en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3579

Title: 
 • Title is in Icelandic Mörkin milli vægari úrræða og þvingunarúrræða samkvæmt barnaverndarlögum
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ritgerð þessi fjallar að meginefni til, eins og nafn hennar gefur tilkynna, um heimildir barnaverndarnefndar til að beita þvingunarúrræðum og er forsjársvipting sérstaklega skoðuð í því samhengi. Einnig eru mörkin milli vægari úrræða og forsjársviptingar í framkvæmd barnaverndarlaga skoðuð.
  Til að skýra ferlið sem liggur að baki ákvörðunnar barnaverndarnefndar að beita þvingunarúrræðum er öll löggjöf sem þetta efni varðar skoðuð ásamt hlutverki og vinnslu mála hjá barnaverndarnefnd. Fjallað er um fjölskylduna, réttindi og skyldur foreldra ásamt rétti barnsins. Dómar héraðs- og hæstaréttar um forsjársviptingar á árunum 2002-2008 eru skoðaðir ásamt úrskurðum barnaverndarnefndar Reykjavíkur og metið hvort einhver eðlismunur sé á rökstuðningi og sjónarmiðum þeirra við ákvörðun um forsjársviptingu. Einnig er skoðað hvort beita þurfi forsjársviptingu oftar en gert er og einnig hvort beita þurfi henni fyrr í ferlinu en gert er. Að lokum er því velt upp hvort barnaverndarnefndir veigri sér við að höfða mál til forsjársviptingar fyrir dómstólum, og hvort skylirði laganna til forsjársviptingar séu of ströng.
  Megin niðurstaða ritgerðarinnar er að lagarammi þvingunarúrræða barnaverndarnefnda á Íslandi er skýr en að líklega ætti að beita forsjársviptingu oftar og fyrr í ferli barnaverndarmála en gert hefur verið til að tryggja hagsmuni barnsins.

Accepted: 
 • Sep 21, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3579


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ritgerð_IG_sept09.pdf615.84 kBOpenHeildartextiPDFView/Open