is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3580

Titill: 
  • Hvaða ferli fer af stað þegar barn greinist með fötlun við fæðingu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Ég hef unnið töluvert með fötluðum síðustu ár, bæði með fullorðnum og börnum og hafa þessir einstaklingar verið með mjög mismunandi fatlanir. Við ákvarðanatöku á efni fyrir BA verkefni mitt í félagsráðgjöf hugsaði ég til þeirrar reynslu og hafði áhuga á að skrifa um málefni sem tengdist bæði fötluðum og félagsráðgjöf. Eftir þó nokkrar vangaveltur um efni og grunnathugun komst ég að því að töluvert hefur verið ritað um líðan foreldra eftir að þeir eignast fatlað barn og langaði mig því að taka annan pól í hæðina.
    Hvaða ferli fer af stað þegar barn greinist með fötlun við fæðingu eða á fyrstu vikum ævi þess. Sinnir ákveðið teymi þessu og ef svo er hverjir eru i því teymi. Fá foreldrar sem eignast fatlað barn og aðrir notendur Barnaspítala Hringsins tækifæri á að gefa skipulagða endurgjöf á þeirri þjónustu sem var veitt? Ef svo er hvernig er þá unnið með niðurstöður úr slíkri könnun?
    Ekki verður rætt beint við foreldra um reynslu þeirra en komið er inn á sjónarmið foreldra. Aðaláherslan verður á viðtöl við lækna og félagsráðgjafa sem starfa á vettvangi í þessum málum og að hitta þá foreldra sem eignast fötluð börn. Einnig verða fyrirliggjandi gögn um málið og aðkoma heilbrigðisyfirvalda skoðuð. Athugað verður hvaða fatlanir greinast helst við fæðingu eða á fyrstu vikunum og þau réttindi sem foreldar og börn hafa hjá Tryggingastofnun eru metin. Þróun löggjafar og saga málefna fatlaðra er líka skoðuð því það getur veitt innsýn í aðstæður fyrr á árum og hvað hefur áunnist, og hvar þarf að gera betur.
    Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir og verður sagt frá þeim og hvernig og hvar rannsóknin var framkvæmd. Í því tilliti er einnig rætt um viðmælendur. Kreppukenningar sem snúa að líðan foreldra eftir mikið áfall og félagslega og læknisfræðilega módel eru reifuð og munurinn á þeim skoðaður.

Samþykkt: 
  • 21.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GYLFI_fixed.pdf461.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna