en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35801

Title: 
 • Title is in Icelandic Stoðkerfisverkir og áhrif þeirra á daglegar athafnir og hegðun íslenskra barna með barnagigt
 • Musculoskeletal pain and its effect on daily activity and behavior in Icelandic children with Juvenile idiopathic arthritis
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Stoðkerfisverkir eru algengir hjá börnum með barnagigt. Miklir og síendurteknir stoðkerfisverkir geta haft margvísleg áhrif á líf þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að meta algengi og magn verkja, verkjahegðun og áhrif verkja á daglegar athafnir og líðan hjá börnum með barnagigt á Íslandi samanborið við heilbrigða jafnaldra þeirra.
  Aðferðir: Rannsóknin er tilfella-viðmiðarannsókn með þversniði. Þátttakendur voru börn á aldrinum 8- 18 ára. Börnin komu á Barnaspítala Hringsins í fylgd forsjáraðila. Börn og forsjáraðilar svöruðu saman þremur spurningalistum (stuttar útgáfur) mælitækja safnsins Patient-Reported Outcome Measurement Information System (PROMIS) um magn verkja, verkjahegðun og áhrif verkja á daglegar athafnir og líðan. Börn með barnagigt gengust undir læknisskoðun og blóðprufur voru teknar til að meta virkni sjúkdóms.
  Niðurstöður: 28 börn með barnagigt og 36 börn í samanburðarhópi tóku þátt í rannsókninni. Marktækt fleiri börn með barnagigt voru með verki borið saman við samanburðarhóp (p = 0,02). Börn með barnagigt voru einnig með meiri verki (p = 0,009), sýndu meiri verkjahegðun (p = 0,006) og upplifðu meiri áhrif verkja á daglegar athafnir (p = 0,002) en samanburðarhópur. Einnig kom í ljós að börn með barnagigt sem voru með verki upplifðu að verkir höfðu meiri áhrif á daglegar athafnir þeirra (p = 0,023) en sá hópur barna í samanburðarhópnum sem hafði verki á tímabilinu. Ekki var marktækur munur á milli þessara hópa hvað varðar magn verkja (p = 0,102) og verkjahegðun (p = 0,058).
  Ályktanir: Börn með barnagigt upplifa frekar verki, eru með meiri verki, sýna meiri verkjahegðun og upplifa meiri áhrif verkja á daglegar athafnir en jafnaldrar í samanburðarhópi. Athyglisvert er að börn með barnagigt sem eru með verki upplifa meiri áhrif verkja á daglegar athafnir en jafnaldrar þeirra í samanburðarhópi sem einnig eru með verki. Verkjameðferð þar sem sjúkraþjálfun er grunnstoð er nauðsynlegur hluti af meðferð barnagigtar til að auðvelda daglegar athafnir barnanna.

 • Introduction: Musculoskeletal pain is common in Juvenile idiopathic arthritis (JIA). Severe and recurrent musculoskeletal pain may affect the children ́s lives in several ways. The aim of this study was to evaluate the prevalence of pain, the pain intensity, pain behavior and pain interference in Icelandic children with JIA compared with their healthy peers.
  Methods: The study is a cross-sectional, case-control study. Study participants were children 8-18 years old. The children together with their legal guardians answered three of the short form versions of the Patient-Reported Outcome Measurement Information System (PROMIS) questionnaires; pain intensity, pain behavior and pain interference. The questionnaries were answered at the Children ́s Hospital, The National University Hospital of Iceland and the children with JIA underwent a medical examination and blood tests were taken to evaluate disease activity.
  Results: The study participants were 28 children with JIA and 36 children in a control group. Significantly more children with JIA had pain compared with the control group (p = 0,02). Children with JIA also had more pain (p = 0,009), showed higher pain behavior (p = 0,006) and pain interference (p = 0,002). Children with JIA who had pain, experienced more pain interference (p = 0,023) than the control group who had pain. There was no significant difference between these two subgroups in pain intensity (p = 0,102) and pain behavior (p = 0,058).
  Conclusion: Children with JIA are more likely to have pain, experience more pain intensity, exhibit more pain behavior and pain interference than their peers. Interestingly, children with JIA who have pain, experience more pain interference than their peers who also have pain. Pain management, where physiotherapy is the basis, is an essential part of the treatment of JIA to facilitate children's daily activities.

Accepted: 
 • Jun 3, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35801


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Svanhildur Arna MS ritgerð loka.pdf5.42 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf259.38 kBLockedDeclaration of AccessPDF