is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35809

Titill: 
 • Þýðing og forprófun á FOCUS-ÍS: um mat foreldra á félagslegri málnotkun þriggja ára barna
 • Titill er á ensku Translation and trial of FOCUS-ÍS: A parent report questionnaire of functional communication development for 3-year-old children
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Flest málþroskapróf meta málskilning og máltjáningu barna en ekki hefur verið til matstæki á íslensku sem metur málnotkun ungra barna. FOCUS er kanadískt matstæki sem hannað var til að mæla breytingar á félagslegum tjáskiptum barna frá 1;6 ára til 5;11 ára. FOCUS er matslisti sem foreldrar fylla út. Hann skiptist í tvo hluta með samtals 50 atriðum en undirþættir listans eru níu talsins. Foreldrar meta börnin á 7 punkta Likert kvarða. Markmið þessarar rannsóknar var að þýða og forprófa matslistann auk þess að kanna innri áreiðanleika íslenskrar þýðingar á FOCUS og fylgni listans við málþroskaprófið Málfærni ungra barna (MUB). Aðferð: Höfundur þessarar ritgerðar og leiðbeinandi þýddu listann og fengu svo sérfræðing á sviði talmeina til að fara yfir þýðinguna. Þegar þýðingu var lokið var talmeinafræðingur og sérfræðingur í máltöku barna fenginn til þess að bakþýða listann. Ákveðið var að nefna íslensku útgáfuna FOCUS-ÍS. Listinn var síðan lagður fyrir foreldra 114 barna á aldrinum 3;0-3;11 ára í 15 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu og einum á Suðurnesjum. Að því loknu voru heildarstig barnanna á FOCUS-ÍS reiknuð út og 10% þeirra sem komu hæst út og 10% þeirra sem komu lægst út voru prófuð á MUB málþroskprófi til að kanna samræmi milli tveggja matstækja er prófa svipaða hugsmíð.
  Niðurstöður: Gott samræmi var á milli þýðingar frumþýðenda á FOCUS-ÍS og vafaatriði leyst með hjálp þriðja matsaðila. Þannig var búin til heildstæð íslensk þýðing á matslistanum. Bakþýðing var í góðu samræmi við frumtexta FOCUS og lítinn merkingarfræðilegan mun var að finna á atriðum frumtexta og bakþýðingar. Höfundar matslistans fóru yfir bakþýðinguna og gerðu nokkrar athugasemdir sem tekið var tillit til. Innri áreiðanleiki FOCUS-ÍS var reiknaður með Cronbach's alpha og mældist hár (α=0,96). Allir undirþættir nema þrír mældust með góðan innri áreiðanleika (α=0,78-0,88). Ekki mældist marktæk fylgni milli FOCUS og MUB miðað við það úrtak sem var prófað á MUB, 22 börn alls, 10 í hópi þeirra sem fengu fæst heildarstig og 12 í hópi þeirra sem fengu flest heildarstig á FOCUS-ÍS. Meðaltal málþroskatölu á MUB var ívið hærri hjá þeim sem fengu flest heildarstig á FOCUS-ÍS en þeim sem fengu fæst heildarstig og marktækur munur (p=0,041) mældist á meðaltali niðurstaðna á MUB í hópunum tveimur.
  Umræður: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að innri áreiðanleiki FOCUS-ÍS í heild sem og flestra undirþátta er hár og er það vísbending um að íslenska þýðingin sé áreiðanleg. Fylgni milli FOCUS-ÍS og MUB mældist ekki marktæk og mun stærra úrtak þarf til að athuga samræmi milli prófanna tveggja. Hinsvegar mældist marktækur munur á meðaltali niðurstaðna á MUB í hópunum tveimur sem styrkir réttmæti FOCUS-ÍS sem mælitækis er greinir vel á milli þeirra sem skora hátt og þeirra sem skora lágt. Það skiptir máli þegar tekin er ákvörðun um íhlutun fyrir barn. Ein leið til að skoða nánar réttmæti FOCUS-ÍS er að bera matslistann saman við próf þar sem félagsþroski barna er til athugunar. Hin lága fylgni á milli FOCUS-ÍS og MUB gæti einnig verið vísbending um að ekki sé nóg að meta eingöngu form (máltjáningu og framburð) og innihald (málskilning) í málþroska barna líkt og MUB gerir heldur sé einnig mikilvægt að meta málnotkun eins og gert er með FOCUS. Í öllu falli er mikilvægt að skoða matslista um málþroska sem foreldrar fylla út sambærilegan við FOCUS-ÍS. Hagnýtur ávinningur rannsóknarinnar er m.a. að talmeinafræðingar hafa nú aðgang að matstæki á íslensku sem metur málnotkun leikskólabarna og er áreiðanlegur fyrir börn á fjórða ári. Rannsaka þarf FOCUS-ÍS frekar til að kanna notagildi fyrir aðra aldurshópa.

 • Útdráttur er á ensku

  Objective: To date there is no assessment tool in Icelandic that evaluates pragmatic language. To fill this need the objective of this study was to translate the Focus on Communication Under Six (FOCUS) into Icelandic and pilot it in the Icelandic context. The FOCUS is a clinical tool designed to measure communication-participation changes in young children aged 1;6 to 5;11. Parents report on their child’s functional communication by responding to 50 statements using a 7-point Likert scale. The 50 items of the FOCUS are divided into two parts that can be analysed as nine subscales. The data collected in this pilot were examined for internal reliability. Validity was examined using the MUB (Málfærni ungra barna) language test.
  Method: The FOCUS was translated into the FOCUS-ÍS by the author and the thesis supervisor in consultation with experts in the field of speech-language pathology. A back-translation was then completed by a speech-language pathologist who is an specialist in child language acquisition. The authors of the FOCUS reviewed the back-translation and amendments based on their guidance were made. Parents of 114 children aged 3;0-3;11 in 16 preschools completed a questionnaire that contained the FOCUS-ÍS. The 10% of children who received the highest and lowest scores on the FOCUS-ÍS were also tested with MUB.
  Results: Translation accuracy was high, with very few items requiring revision and few changes needing to be made based on feedback from the authors of the FOCUS. Comments most often related to semantic differences and the FOCUS-ÍS was adjusted accordingly. The internal reliability of the FOCUS-ÍS was high (α=0.96), as calculated by Cronbach’s alpha. Seven of the nine subscales also showed good or better internal reliability (α=0.66-0.88). For the children with the lowest (n=10) and highest (n=12) FOCUS-ÍS scores, no significant correlation between FOCUS-ÍS and MUB scores were found. MUB standard score was significantly higher for the children with the highest FOCIS-ÍS scores compared to those with the lowest FOCUS-ÍS scores (p=0.04).
  Conclusions: The results of the study indicate that the FOCUS-ÍS showed good internal reliability for the whole test, both parts, and the majority of subscales. This indicates that Icelandic translation of the FOCUS is reliable. This preliminary examination of the validity of the FOCUS-ÍS using MUB found no significant relationship. However, there was a significant difference in the MUB scores between the children with the highest and lowest FOCUS scores. This speaks to the validity of FOCUS-ÍS as a tool that is able to differentiate between children with stronger and weaker communication skills. The low correlation between FOCUS-ÍS and MUB could also be interpreted as showing that MUB and FOCUS-ÍS measure different constructs, with MUB focusing on form and content while FOCUS-ÍS focuses on use. The psychometric properties of the FOCUS require further investigation with a larger sample of children across a borader range of ages and examination with other tests of children’s social development.
  Clinical implications: This study demonstrates that the FOCUS-ÍS is a promising tool for Icelandic speech-language pathologists to use for examining functional communication in 3-year-old children.

Samþykkt: 
 • 3.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35809


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birta Kristín Hjálmarsdóttir MS-ritgerð.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing Birta Kristín Hjálmarsdóttir.pdf283.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF