Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35813
What are the risks when purposefully drilling into magma bodies in volcano roots? This is a critical question for the international Krafla Magma Testbed (KMT) initiative, designed to advance our understanding of magmatic systems and their coupling to hydrothermal reservoirs and to improve volcanic hazard monitoring and energy production. The intention is to purposefully drill into magma at about 2 km depth at Krafla volcano, North Iceland. Magma has been intersected accidentally, e.g. in Krafla caldera by the Iceland Deep Drilling Project in 2009, and it has also been drilled into on purpose, but only at very shallow depth, in molten cores of lava lakes in Hawaii. It is unprecedented to purposefully drill into magma at significant depths in volcano roots and this unusual objective of KMT raises the question of associated risks. The purpose of this study is to identify relevant risk factors and, by using a Risk Assessment Matrix, to assess the geological risk related to the intended drilling and how it might affect the environment and/or the health and safety of people, with and without preventative and/or mitigating measures in place. The study also establishes whether or not the risk is acceptable. Eight relevant risk factors were identified. The assessment was then carried out by obtaining the opinion of 58 experts in various fields of geoscience, engineering and drilling, who rated the worst-case impact and likelihood of each risk factor according to a predefined risk matrix. The results show that all risk factors, related to the proposed drilling into magma in Krafla, fall within acceptable levels of risk once preventative and/or mitigating measures have been considered and implemented. Therefore, those measures do play a key role in whether the risk is acceptable or not. In the case of two of the identified risk factors, the risk would be too great without any measures and would be considered unacceptable according to the limits defined in this study.
Hvað áhættur fylgja því að bora af ásettu ráði í kviku sem liggur í rótum eldfjalla? Þetta er lykilspurning fyrir alþjóðlega rannsóknarverkefnið Krafla Magma Testbed (KMT) en því er ætlað að auka skilning á kvikukerfum og tengslum þeirra við jarðhitakerfi í þeim tilgangi að bæta vöktun vegna eldgosa sem og nýtingu á jarðvarma. Til að ná þeim markmiðum er ætlunin að bora að yfirlögðu ráði í kviku á um 2 km dýpi á Kröflusvæðinu. Árið 2009 var af tilviljun borað í kviku á sama svæði þegar verið var að bora fyrstu djúpborunarholuna í tengslum við Íslenska djúpborunarverkefnið IDDP. Einnig hefur verið borað af ásettu ráði í óstorknaða kviku hrauntjarna á Hawaii nálægt yfirborði. Það er einsdæmi á heimsvísu að bora djúpt í rætur eldfjalla, gagngert í þeim tilgangi að bora í kviku. Við það vakna spurningar um þá áhættu sem því kann að fylgja. Tilgangur þessarar rannsóknar er að greina þá jarðfræðilegu áhættuþætti sem kunna að fylgja verkefninu. Notað er áhættufylki til að leggja mat á vægi þeirrar áhættu sem fylgir slíkri borun hvort sem gripið er til mótvægisaðgerða eður ei og að greina hver áhrifin gætu verið á líf og heilsu fólks og/eða umhverfið ef til atburðar kæmi. Jafnframt er lagt mat á hvort sú áhætta er ásættanleg eða ekki. Alls voru áhættuþættirnir átta talsins. Áhættumat var framkvæmt í kjölfarið og er það byggt á sérfræðiáliti 58 einstaklinga með bakgrunn í ýmsum greinum jarðvísinda, verkfræði og jarðborana. Mátu þeir, samkvæmt fyrirfram skilgreindum skala, hámarksáhrif atburðar annars vegar og hins vegar líkur á að viðkomandi atburður geti átt sér stað. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við skilgreint áhættufylki til að sjá undir hvaða áhættustig viðkomandi atburður fellur. Niðurstaðan er sú að áhættan af fyrirhugaðri borun í kviku í Kröflu er ásættanleg að teknu tilliti til mótvægisaðgerða. Jafnframt að þær aðgerðir gegni lykilhlutverki þar sem áhætta við tvo af þessum þáttum reyndist óásættanleg án mótvægisaðgerða, ef tekið er mið af þeim viðmiðunarmörkum sem skilgreind voru fyrir þessa rannsókn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Olivera Ilic_MsThesis.pdf | 7,25 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 3,35 MB | Lokaður | Yfirlýsing |