is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35815

Titill: 
 • Árangur af brjóstagjafafræðslu. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Útdráttur: 
 • Brjóstagjöf er talin besta fæðuleiðin og næringin fyrir ungabörn og kostirnir eru margir, bæði fyrir móður og barn. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með því að allar konur hafi börn sín eingöngu á brjósti fyrstu sex mánuðina. Þrátt fyrir að flestar konur á Íslandi hefji brjóstagjöf þá lækkar tíðnin hratt eftir það en það sama virðist gerast í öðrum þróuðum ríkjum.
  Sú hugmyndafræði ljósmæðra sem liggur til grundvallar í þessu verkefni er að ljósmæður styðji við upplýsta ákvarðanatöku hjá foreldrum og fjölskyldunni í heild og sýni í starfi sínu virðingu fyrir sjálfræði einstaklingsins og umhyggju fyrir velferð hans. Leitast var við að svara því hvers konar fræðsla um brjóstagjöf til verðandi foreldra geti stutt við upplýsta ákvörðun og skilað bættum árangri í tíðni og lengd brjóstagjafar.
  Gerð var fræðileg samantekt á rannsóknum sem fjölluðu um brjóstagjafafræðslu á með¬göngu og árangur hennar. Söfnun gagna fór fram frá janúar til apríl 2020. Heimildaleit fór fram í gagnagrunn¬um Pubmed og Scopus og alls fundust 135 greinar en eftir takmarkanir stóðu 39 eftir.
  Helsta niðurstaðan var sú að fræðsla til foreldra á meðgöngu ein og sér skilar sér helst í aukinni tíðni þeirra sem hefja brjóstagjöf. Það þarf aftur á móti hvort tveggja fræðslu á meðgöngu og eftirfylgni með stuðning eftir fæðingu fram að sex mánaða aldri til að skila árangri varðandi lengd brjóstagjafar og að konur hafi börnin eingöngu á brjósti.
  Niðurstöður samantektarinnar eru innlegg í þróun þjónustu við barnshafandi konur og konur eftir fæðingu í íslensku heilbrigðiskerfi m.t.t. fræðslu og upplýsinga um brjóstagjöf. Innihald fræðslunnar, fyrirkomulag hennar, aukinn stuðningur við konur eftir fæðingu þar sem samfelld ljósmæðraþjónusta er í fyrirrúmi fyrstu sex mánuðina í lífi barnsins eru allt þættir sem hafa jákvæð áhrif á tíðni og lengd brjóstagjafar. Huga þarf að einstaklingsbundnum fræðsluþörfum kvenna m.t.t. bakgrunnsþátta og menningarlegs fjölbreytileika. Frekari rannsókna er þörf á hvers konar fræðsluform skili mestum árangri þegar fræða á um brjóstagjöf og hvenær sé best að veita fræðslu um brjóstagjöf á meðgöngu.
  Lykilorð: Brjóstagjöf, sjúklingafræðsla, íhlutun, meðganga og fræðsla á meðgöngu, brjóstagjafa-ráðgjafi og stuðningur eftir fæðingu.

 • Útdráttur er á ensku

  Breastfeeding is considered the most nutritious and beneficial method of feeding infants, and there are also many other advantages for both mother and child. The World Health Organization recommends that all women breastfeed their babies exclusively for the first six months. While most women in Iceland initiate breastfeeding immediately after birth, the rate drops rapidly in the following weeks. This appears to be consistent with other developed countries.
  The underlying philosophy of this project is that midwives should help the parents and families make informed decisions about breastfeeding and show respect for the mother’s independence and concern for her well-being. The author attempts to determine the most effective parental education in order to increase the frequency and duration of breastfeeding.
  They summarize existing academic research on breastfeeding education and its efficacy. Data collection took place from January to April 2020. Bibliographic searches were conducted in the PubMed and Scopus databases and a total of 135 articles were found, and after limitations 39 were included for use.
  The main conclusion was that educating parents during pregnancy results in the increased initiation of breastfeeding, however for breastfeeding to continue and remain exclusive, postnatal education and support is required for up to six months.
  The results of the summary are contributing to the evolution of educational services for pregnant and postpartum women in the Icelandic health care system. Factors that have a positive impact on the frequency and duration of breastfeeding include: the content of the education and how it is organized, and increased support for postpartum women where midwifery is a priority for the first six months of the child’s life.
  Each woman's educational needs and background should be considered with regards to background factors and cultural diversity. Further research is needed into the kind of breastfeeding education and the timing of that education that proves most effective in promoting exclusive breastfeeding for the first six months of life.
  Keywords: Breastfeeding, patient education, intervention, pregnancy and prenatal education, lactation consultation, postnatal support.

Samþykkt: 
 • 3.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35815


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_til kandídatasprófs_í_ljósmóðurfræði_Dagný_Ósk_Guðlaugsdóttir.pdf356.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_lokaverkefni_Dagný.jpg226.85 kBLokaðurYfirlýsingJPG