is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35818

Titill: 
  • Titill er á ensku Reliability of the Icelandic Version of the Mini Balance Evaluation Systems Test (Mini-BESTest)
  • Áreiðanleiki íslenskrar útgáfu Mini Balance Evaluation Systems Test (Mini-BESTest)
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Balance and maintaining it is a fundamental factor in many daily activities. Impaired balance can lead to loss of functional independence, and reduced function and participation. Assessing balance can determine fall-risk, confirm balance related problems and identify the underlying system deficits causing a balance impairment. Icelandic physical therapists have very limited choices when it comes to comprehensive balance assessment tools. The Mini-BESTest is a performance-based balance assessment tool that measures both static and dynamic balance. It was recently translated to Icelandic, but before the version can be used confidently, its psychometric properties need to be determined.
    Aim: To assess the reliability of the Icelandic version of the Mini-BESTest.
    Methods: This is a cross-sectional study. Thirty participants from the in-patient rehabilitation at Reykjalundur Rehabilitation Center were recruited. Participants were assessed using the Mini-BESTest in two separate sessions. The inter-, intra- and test-retest reliability was assessed using the Intraclass Correlation Coefficient (ICC).
    Results: The version showed interrater reliability (ICC = 0.97), and good test-retest (ICC = 0.85) and intrarater reliability (ICC = 0.85).
    Conclusions: The Icelandic version of the Mini-BESTest is a reliable instrument for assessing balance in community-dwelling people with various health conditions. The results are comparable to other translated versions.

  • Inngangur: Jafnvægi og viðhald þess er grundvallarþáttur í algengum daglegum athöfnum. Jafnvægisskerðing getur leitt til færniskerðingar, auk minnkaðrar virkni og skertrar þátttöku. Mat á jafnvægi getur ákvarðað byltuhættu, staðfest að jafnvægistengd vandamál séu til staðar og jafnvel greint hvaða kerfi koma að jafnvægisskerðingunni. Valmöguleikarnir eru takmarkaðir fyrir íslenska sjúkraþjálfara þegar kemur að því að meta jafnvægi á heildrænan hátt. Mini-BESTest prófið skoðar hvernig einstaklingur framkvæmir tilteknar athafnir sem tengjast jafnvægi, bæði stöðu- og hreyfijafnvægi. Prófið var nýlega þýtt yfir á íslensku, en áður en hægt er að nota íslensku útgáfuna þarf að ákvarða próffræðilega eiginleika hennar.
    Markmið: Að meta áreiðanleika íslenskrar útgáfu af Mini-BESTest jafnvægisprófinu.
    Aðferðir: Rannsóknin er þversniðsrannsókn. Þátttakendur voru aðgengisúrtak 30 einstaklinga sem voru innritaðir í meðferð á Reykjalundi. Þátttakendur tóku Mini-BESTest prófið tvisvar, á aðskildum dögum. Millimatsmanns- og innanmatsmannsáreiðanleiki var ákvarðaður, ásamt áreiðanleika endurtekinna prófana með innri fylgnistuðli (ICC).
    Niðurstöður: Útgáfan mældist hafa framúrskarandi millimatsmannsáreiðanleika (ICC = 0.97). Innanmatsmannsáreiðanleiki (ICC = 0.85) mældist góður, ásamt áreiðanleika endurtekinna mælinga (ICC = 0.85).
    Ályktun: Íslensk útgáfa Mini-BESTest prófsins er áreiðanlegt mælitæki til að meta jafnvægi hjá einstaklingum með margs konar sjúkdóma. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við niðurstöður prófana á öðrum útgáfum prófsins.

Samþykkt: 
  • 4.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Reliability of Mini-BESTest.pdf3.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing(2).pdf1.86 MBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Lokað að beiðni deildar til júní 2023