Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35820
Vísbendingar eru um að konum sem velja að fæða án aðstoðar sé að fjölga víða í heiminum. Ákvörðun kvennanna er upplýst og byggir á sjálfræði þeirra og yfirráðarétti yfir eigin líkama. Niðurstöður rannsókna benda til þess að í þeim löndum, þar sem inngripatíðni fæðinga hefur hækkað, hafi tíðni fæðinga án aðstoðar einnig aukist. Konur sem fætt hafa einar hafa lýst slæmri fyrri fæðingarreynslu og hvernig sú upplifun var þeim áfall. Draga má þá ályktun að sjúkdómsvæðing fæðinga, áhættuorðræða í barneingarþjónustu og aukin inngripatíðni auki líkur á því að konur kjósi að fæða án aðstoðar.
Árið 2019 fæddi kona án aðstoðar á Íslandi og varð það tilfelli tilefni að forsíðuviðtali eins af stærri fréttamiðlum landsins. Í kjölfarið sköpuðust miklar umræður í samfélaginu og sitt sýndist hverjum. Nefndi konan nokkrar ástæður fyrir ákvörðun sinni, en þær ástæður eru þær sömu og niðurstöður rannsókna hafa bent til að séu megin ástæður fyrir fæðingu án aðstoðar. Þær eru: sjálfræði, höfnun sjúkdómsvæðingar fæðinga, ósk um lífeðlislega fæðingu og slæm fyrri fæðingarreynsla.
Það er mikilvægt að ljósmæður gefi sögum þeirra kvenna, sem velja að fæða án aðstoðar, gaum og leitist við að draga lærdóm af frásögnum þeirra. Samkvæmt siðareglum ljósmæðra er það hlutverk þeirra að mæta einstaklingsbundum þörfum kvenna, standa vörð um lífeðlislegar fæðingar og um leið vera talsmenn kvenna í barneignarferlinu. Kjósi kona að fæða án aðstoðar er mikilvægt að ljósmóðir í meðgönguvernd sýni ákvörðuninni skilning og að konan hljóti hlutlausar upplýsingar frá ljósmóður um hugsanlegar afleiðingar ákvörðuninnar, byggðar á gagnreyndri þekkingu. Þannig skapast vettvangur til umræðna og stuðnings, komi til þess að konan óski eftir aðstoð í fæðingu, telji hún þörf á því.
Lykilorð: fæðing án aðstoðar, sjálfræði, val, sjúkdómsvæðing, áhætta, lífeðlisleg fæðing.
There are indications that the number women who choose to freebirth or have an unassisted birth, are rising in many parts of the world. The women's decision is informed and based on a woman's need to claim her autonomy. The results of studies in this field indicate that in countries where the intervention rate in childbirth has increased, the incidence of unassisted births has also increased. Women who have given unassisted birth have described how a previous bad birth experiences influenced them to make this decision. It can be concluded that medicalization of birth, the risk discourse in maternitycare and increased intervention rates increase the possibility that women will choose to have an unassisted birth.
In 2019, a woman had a freebirth in Iceland, and that case became the occasion for a cover interview with one of the country's major newspaper. Subsequently, a great deal of discussion took place in the community and various views were described. According to the interview, the woman mentioned several reasons for her decision which are the same reasons, as results of studies have shown to be the main reasons for unassisted birth. They are: autonomy, rejection of medicalization, request for a physiological approach in birth and a bad previous birth experience
It is important for midwives to pay attention to the stories of women who choose to freebirth and strive to learn from their narrations. According to midwifery ethics, it is their responsibility to provide holistic care that meets each woman’s individual needs, promote physiological births and simultaneously be womens advocates in the childbearing process. If a woman chooses to have a freebirth, it is important that the midwife in maternity care is understanding and respectful of her decision and she must receive impartial information from the midwife about the possible consequences of the decision, based on evidence. This will create a forum for discussion and support, should the woman later request assistance in childbirth.
Key words: freebirth, autonomy, choice, medicalization, risk, physiological process of childbirth.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_SunnaMSchram.pdf | 549.99 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.jpeg | 6.7 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |