is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35822

Titill: 
 • Líkamleg virkni barna með barnagigt á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Lítið er vitað um líkamlega virkni barna með gigtsjúkdóminn barnagigt á Íslandi. Niðurstöður erlendra rannsókna eru misvísandi hvað varðar líkamlega virkni þessa hóps samanborið við jafnaldra. Líkamleg virkni á yngri árum getur haft áhrif á heilsu fólks til lengri tíma. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi hæfilegrar líkamlegrar virkni fyrir börn með barnagigt ekki síður en fyrir jafnaldra þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var að mæla líkamlega virkni barna með barnagigt á Íslandi.
  Aðferðir: 28 börn með barnagigt og 35 börn á sama aldri tóku þátt. Börnin voru 8–18 ára og pöruð með tilliti til aldurs og kyns. Líkamleg virkni var mæld með hreyfimælinum activPALTM. Mælikvarði daglegrar líkamlegrar virkni voru skrefafjöldi, mínútum varið í líkamlega virkni af meðal- eða mikilli ákefð og fjöldi stöðubreytinga úr sitjandi í standandi stöðu. Mælingar stóðu yfir í sjö sólarhringa hjá hverju barni og markmiðið var að fullgildir mælingardagar næðu yfir fjóra samfellda virka daga og tvo samfellda daga yfir helgi. Blönduð dreifnigreining var notuð við tölfræðiúrvinnslu.
  Niðurstöður: Ekki var munur á hópunum í aldri, hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðli eða kynjahlutfalli. Ekki var marktækur munur á líkamlegri virkni milli hópanna mældri í skrefafjölda (p = 0,83), tíma varið í líkamlega virkni af meðal- eða mikilli ákefð (p = 0,921) eða fjölda stöðubreytinga (p = 0,968). Marktækur munur var á öllum þremur breytum milli helga og virkra daga (p < 0,001). Ekki voru marktæk víxlhrif á milli óháðu breytanna, hópa og tímasetninga, fyrir áhrif þeirra á skrefafjölda (p = 0894), líkamlega virkni af meðal- eða mikilli ákefð (p = 0,6) eða stöðubreytingar (p = 0,460).
  Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að líkamlega virkni barna með barnagigt á Íslandi sé sambærileg líkamlegri virkni jafnaldra þeirra. Þörf er á frekari rannsóknum til þess að staðfesta þessa niðurstöðu.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Studies on physical activity in children with juvenile idiopathic arthritis (JIA) in Iceland have not been performed. Research from other countries are inconsistent. Physical activity during childhood and adolescence can affect health throughout life. Research has shown that reasonable amount of physical activity is at least equally important for children with JIA as their peers. The aim of this study was to evaluate physical activity in children with JIA in Iceland.
  Methods: 28 children with JIA and 35 age and gender matched controls participated in this study. Age range was 8–18 years for both groups. Daily physical activity was objectively measured for seven consecutive days with an accelerometer called activPALTM. The goal was to acquire valid measurements during a weekend and the following four school days. The three main variables were steps daily, duration of time in moderate to vigorous physical activity (MVPA) and sit to stand transitions. Mixed model ANOVA was used for statistical analysis.
  Results: The two groups were comparable in age, height, weight, BMI and sex ratio. There was no difference in physical activity levels between the groups, measured as steps daily (p = 0,83), duration of time in MVPA (p = 0,921) and sit to stand transitions (p = 0,968). There was a significant difference between school days and weekends for all variables (p < 0,001). No interaction was observed between groups and days of the week regarding steps daily (p = 0894), time spent in MVPA (p = 0,6) and sit to stand transitions (p = 0,460).
  Conclusion: The results suggest that the physical activity level of children with JIA in Iceland is comparable to the control group. Further research is needed to confirm these results.

Samþykkt: 
 • 4.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Auður Kristjánsdóttir.pdf4.34 MBLokaður til...01.06.2022HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf194.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF