is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35827

Titill: 
 • Aldurshlutföll íslenskra skógarþrasta að hausti og vetri
 • Titill er á ensku Autumn and winter age ratios of Icelandic Redwings
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Skógarþröstur (Turdus iliacus) er algengur spörfugl á Íslandi og að langmestu leyti farfugl. Örfá þúsund fugla kjósa þó að eyða vetrinum á Íslandi, flestir á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að greina unga skógarþresti (þ.e. fugla í fyrsta fullvaxta fjaðrabúningi) frá fullorðnum skógarþröstum á nokkrum útlitsatriðum og byggði rannsóknin á því. Skógarþrestir voru veiddir veturinn 2019-2020 í Reykjavík og aldurshlutföll þeirra borin saman við upplýsingar um aldurshlutföll veiddra skógarþrasta á Höfn í Hornafirði haustin 2016-2019. Það var gert til að athuga hvort munur væri á aldurshlutföllum farfugla og staðfugla sem gæti bent til aldursbundinnar tilhneigingar skógarþrasta til að hafa vetursetu á Íslandi.
  Ekki kom fram munur á fartíma skógarþrasta eftir aldri. Hlutfall ungfugla í Reykjavík að vetri (0,427) var marktækt lægra en á Höfn að hausti, hvort sem miðað var við allt gagnasafnið á Höfn (0,801) eða haustið 2019 (0,757). Hlutfall ungfugla fyrir hvert haust á Höfn var á bilinu 0,757-0,841 en munurinn var ekki marktækur á milli ára. Afar ólíklegt er að munurinn á aldurshlutföllum farfugla og staðfugla sé að öllu leyti tilkominn vegna hærri tilhneigingar fullorðinna skógarþrasta til að hafa hér vetursetu. Hlutfall ungfugla að hausti á Höfn var óeðlilega hátt miðað við hvað búast má við að hvert skógarþrastarpar komi upp mörgum ungum. Einnig má gera ráð fyrir töluvert lægri lífslíkum ungfugla en fullorðinna yfir veturinn auk þess sem varpafkoma var slök hjá skógarþröstum á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2019 og getur hvort tveggja leitt til lægra hlutfalls ungfugla um veturinn.

 • Útdráttur er á ensku

  The Eurasian Redwing (Turdus iliacus) is a common passerine in Iceland and mostly migratory with few thousand birds overwintering annually in urban areas in SW-Iceland. This study is based on the possibility to distinguish between young redwings (i.e. birds in their first basic plumage) and adults by looking at certain feather characteristics in their flight and tail feathers. Redwings were trapped in the winter of 2019-2020 in Reykjavík (SW-Iceland) and their age ratios compared with those of redwings trapped at Höfn (SE-Iceland) in the autumns of 2016-2019. This was done in order to compare age ratios in migratory redwings with those of residents to see if the two age groups differed in their tendency to overwinter in Iceland.
  No obvious difference was observed in the timing of autumn migration for the two age groups. The proportion of young redwings in the winter (0.427) was significantly lower than the proportion in autumn, both when compared to all birds trapped at Höfn (0.801) and when compared separately to the preceding autumn (0.757). The proportion of young redwings each autumn varied between 0.757 and 0.841 but the difference was not significant. It seems highly unlikely that the difference in age ratios of migratory and resident redwings observed here is solely due to higher tendency of adults to overwinter in Iceland. The proportion of young redwings in the autumn was abnormally high compared to the productivity that could be expected from redwings. Furthermore, low proportions of young redwings in the winter could also be caused by lower survival of redwings in their first winter and by unusually adverse conditions for nesting redwings in Reykjavík in the preceding summer.

Samþykkt: 
 • 4.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35827


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aldurshlutfoll_skogarthrasta_lokaskil_3.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf264.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF