is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35829

Titill: 
 • Umfang og árangur lyfjameðferðar við svefnvanda ungbarna
 • Titill er á ensku Extent and effectiveness of pharmacotherapy for infants with sleep problems
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Foreldrar leita gjarnan til fagfólks vegna svefnvanda ungbarna sinna. Ýmislegt getur haft áhrif á svefn ungbarna svo sem líkamlegir þættir, umhverfisþættir og lundarfar. Sé talið að beita þurfi meðferð við svefnvanda ungbarns eru nokkrar meðferðir í boði og er lyfjameðferð ein þeirra. Þau lyf sem helst eru notuð við svefnvanda ungbarna eru andhistamín lyf, líkt og Vallergan. Talsvert skortir á rannsóknir er lúta að lyfjameðferð ungbarna við svefnvanda og má rekja það til siðferðislegra álitamála.
  Markmið: Leitast var við að varpa ljósi á umfang og árangur lyfjameðferðar við svefnvanda heilbrigðra ungbarna 0-23 mánaða með eða án atferlismeðferðar.
  Aðferð: Notast var við PICOT viðmið til að þróa rannsóknarspurningar. Verkefnið var tvíþætt, annarsvegar var unnið úr gögnum frá Embætti landlæknis í excel og hinsvegar kerfisbundin heimildaleit. Kerfisbundin heimildaleit fór fram í gagnagrunninum PubMed þar sem leitað var að rannsóknum á ensku sem snúa að lyfjameðferð heilbrigðra ungbarna 0-23 mánaða vegna svefnvanda. PRISMA flæðirit var haft til hliðsjónar við leit og greiningu heimilda. Unnið var úr heimildum og niðurstöður þeirra voru settar fram í töflu.
  Niðurstöður: Gögn frá Embætti landlæknis sýna að töluverð aukning hefur orðið á ávísun lyfja við svefnvanda ungbarna á aldrinum 0-23 mánaða. Rannsóknir sem stóðust inntökuskilyrði voru sex talsins. Sýndu þær að verið er að ávísa lyfjum við svefnvanda ungbarna og eru andhistamín þau lyf sem mest er verið að ávísa á ungbörn 0-23 mánaða. Auk þess bentu niðurstöður rannsókna á að lyfjameðferð ein og sér væri árangurslítil. Ákjósanlegra væri að notast við blandaða meðferð, t.d. lyfjameðferð og atferlismeðferð við svefnvanda ungbarna.
  Umræður/ályktanir: Fáar rannsóknir eru til um lyfjameðferð ungbarna við svefnvanda sem má hugsanlega rekja til siðfræðislegra álitamála. Hinsvegar hefur orðið aukning á lyfjanotkun ungbarna með svefnvanda á Íslandi líkt og gögn frá Embætti landlæknis gefa til kynna. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til að veita fjölskyldum meðferð þegar kemur að svefnvanda ungbarna. Hvort sem um ræðir atferlismeðferð með eða án lyfjameðferðar. Skortur er á klínískum leiðbeiningum er varðar meðferðir við svefnvanda ungbarna en þær eru mikilvægar til að geta miðlað gagnreyndri þekkingu.

  Lykilorð: Ungbörn, börn, barna, svefn, svefnerfiðleikar, svefnvandi, svefnröskun, svefnleysi, lyfjameðferð, lyfjagjöf, Vallergan.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Parents of infants with sleeping problem often seek professional help. Many things can affect the sleeping patterns of an infant, such as physical-, environmental-, and temperamental issues. One treatment option for an infant with sleeping problem is pharmacotherapy. The drugs that are commonly used for infant sleeping problem are antihistamine drugs, such as Vallergan. There is however a considerable lack of research into utilizing pharmacotherapy to treat sleeping problem in infants, mostly which can be linked to ethical disputes.
  Objective: The aim of this systematic review was to highlight the extent and effectiveness of pharmacotherapy in healthy infants between the ages of 0-23 months with sleeping problem, with or without behavioral therapy.
  Method: Method: The utilization of the PICOT criteria was used to develop the research questions. The data collection for the thesis was two-fold, on one hand data from the Icelandic director of health was processed in excel and on the other hand a systematic search for sources. The systematic search for sources was done through the PubMed database, in seeking out research studies in English that were linked to pharmacotherapy of healthy infants between the ages of 0-23 months with sleeping problem. PRISMA flowcharts were kept in consideration regarding the search and analysis of the sources. The analysis of these sources and their findings were put into a table graph.
  Results: Data from the Icelandic director of health show a conciderable increase in prescription medication for sleep problems for infants aged 0-23 months. The studies that met the success criteria were six in total. They showed that prescription drugs are used for infants with sleeping problem and that antihistamines are the most commonly prescribed drugs for infants 0-23 months. Additionally, the results showed that pharmacotherapy alone had little effect. Preferably the use of mixed methods, such as drug- and behavioral therapy, would be more effective in treating sleep problems in infants.
  Conclusion: Few studies exist in regards to studying the utilization pharmacotherapy for sleep problems in infants. There has been an increase in drug utilization in infants in Iceland, who suffer from sleep problems, as shown in data collected from the director of health. Nurses are in a key position to provide treatment or instructions to families when it comes to sleep problems in infants, regarding the therapy. There is a lack of clinical guidance on the treatment of infants' sleep problems, but they are important for the sharing of proven knowledge
  Key words: infant, children, pediatric-, sleep, sleep dificulty, sleep problem, sleep disorder, pharmacotherapy and Vallergan.

Samþykkt: 
 • 4.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35829


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umfang_og_árangur_lyfjameðferðar_við_svefnvanda_ungbarna_0-23_mánaða_skemman.pdf587.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
attachment 1.pdf5.85 MBLokaðurYfirlýsingPDF