is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Sálfræðideild / Department of Psychology >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35838

Titill: 
  • Titill er á ensku Prenatal common mental disorders : the effects on neonatal negative birth outcomes in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Algengar geðraskanir á meðgöngu eins og kvíða- og þunglyndisraskanir leiða til fjölmargra líffræðilegra vandamála fyrir nýbura, til dæmis lægri fæðingarþyngd, fyrirburafæðing, og lægra Apgar skor. Nokkrir þættir eru taldir hafa áhrif á samband geðraskana mæðra á meðgöngu og neikvæðu áhrifunum á nýbura en þeir þættir eru meðal annars það að vera einstæð móðir, að hafa lágan félagslegan stuðning og litla menntun. Stóru þýði kvenna (N = 2523) var boðið að taka þátt í þessari rannsókn og var gögnum safnað á meðgöngu og frá börnum þeirra eftir fæðingu. Upplýsingar um nýbura voru teknar úr mæðraskrá. Skimunartæki eins og EPDS og DASS-42 voru notuð til þess að ákvarða hvort að konur ættu að fara í klínískt greiningarviðtal. Loka úrtak innihélt 528 konur. Niðurstöður úr Kí-kvaðrat prófi og t-prófum leiddu í ljós að algengar geðraskanir móður á meðgöngu höfðu engin marktæk áhrif á Apgar skor, fæðingarþyngd eða fyrirburafæðingar. Engar skýribreytur breyttu sambandi milli geðraskana móður og útkomu nýburans samkvæmt aðhvarfsgreiningu. Þessar niðurstöður gefa til kynna að íslenskar verðandi mæður ættu ekki að hafa miklar áhyggjur af því hvernig kvíða- og þunglyndisraskanir á meðgöngu hafa áhrif á barnið.

  • Útdráttur er á ensku

    Common mental disorders during pregnancy, including anxiety and depression related disorders, lead to a number of physical problems for neonates including lower birthweight, being born prematurely, and a lower Apgar score. Furthermore, being a single mother, having low perceived social support, and low education status are generally believed to mediate the relationship between maternal common mental disorder and neonatal negative birth outcomes. A large population of pregnant women (N = 2523) were invited to participate in the present research study and data were collected throughout their pregnancies and from their children postpartum. The mother’s childbirth records were used to obtain data about the neonates. Screening instruments such as the EPDS and DASS-42 were used to assess whether or not they would be offered to undergo a structured clinical interview as a diagnostic measure. A final sample of the current study were 528 pairs of women and their neonates. Results from a Chi-squared test and independent t-tests showed that maternal CMD did not have an effect on Apgar score, low birthweight, or gestational length. No covariates were found to significantly alter the relationship between maternal CMDs and neonatal negative birth outcomes according to regression models. These findings suggest that expectant Icelandic mothers should not be concerned about how anxiety and depression related disorders affect their child.

Samþykkt: 
  • 4.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35838


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. ritgerð- Jóhanna Margrét.pdf280.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna